Skráning Sjóvár

Skráning Sjóvár

VÍB hélt opinn fund í Hörpu um skráningu Sjóvár í kauphöll NASDAQ OMX Iceland. Um 150 manns sóttu fundinn. Þeir sem ekki höfðu tök á að vera á staðnum geta séð upptöku frá fundinum á vef VÍB.

Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár kynnti félagið og með honum í panel sátu:

  • Þórður Pálsson, forstöðumaður fjárfestinga hjá Sjóvá
  • Ólafur Njáll Sigurðsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Sjóvá
  • Fanney Birna Jónsdóttir, fréttastjóri viðskiptafrétta hjá 365 miðlum og ritstjóri Markaðarins
  • Hrafn Árnason, forstöðumaður stýringar eigna hjá Íslandssjóðum
  • Fundinum stýrði Björn Berg Gunnarsson, deildarstjóri fræðslu og viðskiptaþróunar VÍB.

Lýsingu og fjárfestakynningu má nálgast hér.

VÍB veitir allar nánari upplýsingar um útboðið í síma 440-4900 eða í vib@vib.is.

Á meðfylgjandi mynd má sjá Hermann Björnsson, Ólaf Njál Sigurðsson og Þórð Pálsson sitja fyrir svörum á fundinum.