Sjóvá og Ella umferðartröll vinna saman að umferðaröryggi barna

Sjóvá og Ella umferðartröll vinna saman að umferðaröryggi barna

Fimmtudaginn 19. september undirrituðu Sjóvá og N1 samstarfsamning við Leikhópinn Kraðak. Núna í vetur mun leikhópurinn heimsækja alla krakka í fyrsta og öðrum bekk grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu með umferðarleikrit um Ellu tröllastelpu.

Samningurinn var undirrtaður í Ráðhúsi Reykjavíkur og voru Jón Gnarr Borgarstjóri og Hanna Birna Kristjánsdóttir Innanríkisráðherra viðstödd.

Leikhópurinn hefur þegar heimsótt nokkra skóla. Hvarvetna hefur þeim verið tekið vel og krakkarnir mjög áhugasamir um umferðarreglurnar. Þau eru líka virkir þátttakendur í umræðum eftir leikritið. Börnin fá einnig gátlista til að taka með sér sem þau geta skoðað með fullorðna fólkinu heima.

Ella hefur líka opnað vef þar sem krakkarnir geta tekið þátt í léttum leik, skoðað umferðarreglurnar og eitt og annað skemmtilegt.

Markmið Sjóvár með þátttöku í verkefninu er að stuðla að aukinni fræðslu meðal barna sem eru að hefja sín fyrstu spor í umferðinni og gera þau meðvituð um mikilvægi þess að kunna umferðarreglurnar og fara eftir þeim.