Rafræn innskráning á Mitt Sjóvá

Sjóvá býður nú viðskiptavinum sínum að skrá sig inn á Mitt Sjóvá með rafrænum skilríkjum. Fyrir utan mikið öryggi eru mikil þægindi fólgin í því að nota rafræn skilríki. Eingöngu þarf að muna eitt PIN númer í stað fjölda lykilorða.  Sífellt fleiri fyrirtæki og stofnanir bjóða nú viðskiptavinum sínum upp á að nota rafræna auðkenningu til innskráningar. Hér má sjá lista yfir fyrirtæki og stofnanir sem bjóða viðskiptavinum sínum rafræna innskráningu.

Allar upplýsingar um rafræn skilríki er að finna á vef Auðkennis eða hjá bankanum þínum.