Þeir sem safnað hafa punktum hjá lögreglu vegna umferðarlagabrota geta átt von á því að þurfa að greiða hærri iðgjöld af ökutækjatryggingum hjá Sjóvá í haust. Félagið ætlar að breyta formi ökutækjatrygginga sinna með það að markmiði að viðskiptavinir verði greindir eftir því hversu mikil áhætta er talin vera af viðskiptum við þá.