Sjóvá fær Áttavitann

Sjóvá fær Áttavitann

Viðurkenning fyrir stuðning við Slysavarnafélagið Landsbjörgu

Um helgina var landsþing Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Á landsþinginu var Sjóvá og Neyðarlínunni afhentur Áttavitinn sem er viðurkenning fyrir stuðning við Slysavarnafélagið Landsbjörgu.

Sjóvá hefur átt farsælt samstarf við Slysavarnafélagið Landsbjörgu frá stofnun þess árið 1999. Samstarfið hefur snúið að vátryggingum, forvörnum og öryggismálum.

Lárus Ásgeirsson, forstjóri Sjóvár:
„Við erum mjög stolt af samstarfi okkar við Landsbjörgu og við stefnum að því að þróa það enn frekar. Samstarfið er í anda hlutverks Sjóvár sem er að tryggja verðmætin í lífi fólks með áherslu á forvarnir, þar spilar Landsbjörg stórt hlutverk enda hefur áhersla samtakanna á forvarnir aukist mikið síðustu ár“, segir Lárus.

Sjóvá er stoltur aðalbakhjarl Slysavarnafélagsins Landsbjargar
Takk fyrir okkur!