Sjóvá efst í Ánægjuvoginni 2020

Sjóvá efst í Ánægjuvoginni 2020

Sjóvá er efst tryggingafélaga í Íslensku ánægjuvoginni, fjórða árið í röð.

Í morgun voru niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kynntar og var Sjóvá efst tryggingafélaga, fjórða árið í röð. Sem þýðir að viðskiptavinir okkar eru þeir ánægðustu á íslenskum tryggingamarkaði.

Hæsta einkunn sem tryggingafélag hefur fengið - 72.57.

Við höfum nú sett nýtt viðmið í þjónustu. Þó að við séum tryggingafélag, þá er áhersla umfram allt lögð á þjónustu og upplifun viðskiptavina. Við gerum þeim auðvelt fyrir að tilkynna tjón, og veitum alla þá aðstoð sem þurfa þykir hverju sinni.

Já, ánægja viðskiptavina skiptir máli.

Það er skemmtilegt að sjá að áherslur okkar eru að skila sér í ánægju viðskiptavina. Ekki er síður skemmtilegt að skoða þetta í samhengi, en skemmst er að minnast þess að Hermann Björnsson, forstjóri, var valinn viðskiptamaður ársins hjá Viðskiptablaðinu og Frjálsri verslun og fyrirtækið blómstrar sem aldrei fyrr. Það verður því að teljast góð ákvörðun að setja ánægju viðskiptavina í fyrsta sætið.

Um Íslensku ánægjuvogina

Íslenska ánægjuvogin er félag í eigu Stjórnvísi og er framkvæmd í höndum Zenter rannsókna. Markmið verkefnisins er að láta fyrirtækjum í té samræmdar mælingar á ánægju viðskiptavina en einnig nokkrum öðrum þáttum sem hafa áhrif á hana s.s. ímynd, mat á gæðum og tryggð viðskiptavina.


Mæling sem þessi er talin mjög mikilvæg þar sem rannsóknir hafa sýnt fram á að því ánægðari sem viðskiptavinir fyrirtækis eru því betri afkomu getur fyrirtækið gert sér vonir um.