Forvarnahúsið skrifar undir samning við Umferðarstofu

Forvarnahúsið skrifar undir samning við Umferðarstofu

Þriðjudaginn 10.okt var undirskrifaður samningur milli Sjóvá Forvarnahúss og Umferðarstofu um námskeið ungra ökumanna. Með þeim hætti verða endurvakin námskeiðin sem Sjóvá stóð fyrir í ein 9 ár. Leitað var til framhaldsskóla og margir þeirra vilja vinna með okkur til að auka öryggi sinna nemenda. Markhópurinn er 17-20 ára ökumenn, en aðrir velkomnir ef þeir óska. Lagt er upp úr því að þátttakendur hafi öðlast einhverja reynslu við akstur, þar sem námskeiðin byggjast á því að þeir geti heimfært fræðsluna upp á eigin reynslu

Árangur undanfarinna ára er mjög góður. Allt að þrefalt lægri tjónatíðni. Hjá þeim rúmlega 6000 ökumönnum sem komið hafa má sjá að tjónum hefur fækkað um 5000 og 1100 færri einstaklingar slasaðir en hjá samanburðarhópnum. Þetta er umtalsverður sparnaður ef tekið er tilllit til þess að maðltjón ungra ökumanna er yfir 400.000 kr. Ljóst er einnig að þeir sem voru svo óheppnir að lenda í tjóni eftir námskeið voru að meðaltali að valda minni tjónum og færri einstaklingar að slasast en hjá samanburðarhópnum.

Það er því ánægjulegt að þessi vinna skuli vera farin aftur af stað og mun verða fylgst áfram með þátttakendum til að kanna hvort sami árangur muni nást áfram.

Á myndini má sjá kennara námskeiðsins, Sigurð Helgason og Einar Guðmundsson. Á milli þeirra er Birgir Hákonarson

Myndir

Smelltu á mynd til að stækka