- Er bíllinn á góðum vetrar -eða nagladekkjum?
- Er búið að skafa bílinn áður en lagt er af stað?
- Endurnýjaðu rúðuþurrkur ef við á.
- Hreinsaðu tjöru af dekkjum, notaðu dekkjahreinsi.
- Hafðu ávallt nægan rúðuvökva á bílnum.
- Gakktu úr skugga um að ljósabúnaður sé í lagi á bílnum.
- Passaðu uppá að ljósin séu ávallt kveikt.
- Notaðu þokuljós í verstu vetrarhríðum.
- Vertu vel skóaður, þú veist aldrei hvenær þú þarft að fara út úr bílnum í slæmu veðri.
- Passaðu að allar rúður og hurðar á bílnum séu lokaðar og læstar þegar bíllinn er yfirgefinn.
- Hafðu endurskinsvesti í bílnum.
- Fylgstu vel með veðri og fjölmiðlum, sérstaklega þá daga þegar veðrið er slæmt.
Veðurofsinn eins og hann var í gær hefur haft gríðarlegt rask í för með sér eins og við höfum fundið fyrir um land allt. Útlit er fyrir að veðrið verði rysjótt áfram. Stormviðvörun er í gildi fyrir landið syðst í dag, 7.mars. Sjóvá hvetur landsmenn að fara varlega í vetrarfærðinni sem nú er og sýna þolinmæði og jákvæðni í umferðinni. Pössum uppá börnin okkar og hjálpum þeim úr bílunum, sérstaklega þegar skyggnið er slæmt og hvassviðri er. Verum vel búin og förum ekki af stað á vanbúnum farartækjum. Hér eru nokkur atriði sem vert er að huga að: