Ágústa B. Bjarnadóttir mannauðsstjóri Sjóvár fékk Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi

Ágústa B. Bjarnadóttir mannauðsstjóri Sjóvár fékk Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi

Ágústa Björg Bjarnadóttir mannauðsstjóri okkar hlaut í gær Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi, en verðlaunin eru árlega veitt þeim stjórnendum sem þykja hafa skarað framúr á sínu sviði. Viðmið í árangursstjórnun, nýsköpun og þróun, forystu og rekstrarumhverfi eru lögð til grundvallar mati dómnefndar.

Ágústa er afar vel að þessum verðlaunum komin og þau eru mikil og góð viðurkenning á þeim frábæra árangri sem við höfum náð undir styrkri stjórn hennar á mannauðsmálum félagsins. Má þar nefna vaxandi starfsánægju sem nú er með því hæsta sem þekkist og undirbúning jafnlaunavottunar VR sem félagið fékk á síðasta ári. Í því sambandi má nefna að jafnlaunakerfi Sjóvár stóðst allar kröfur jafnlaunastaðalsins og engar breytingar þurfti að gera á launum hjá félaginu fyrir vottun.

Við óskum Ágústu innilega til hamingju með viðurkenninguna.