Gangbraut - Já takk

Birt í: Almennar fréttir / 27. ágú. 2013 / Fara aftur í fréttayfirlit

FÍB hefur hrundið af stað umferðarátaki sem mun standa til 30. ágúst. Verkefnið tengist upphafi skólaársins og felst í því að fá vegfarendur til að benda á staði þar sem betur má standa að merkingum gönguleiða yfir umferðargötur. Að mati FÍB er mjög ámælisvert hversu illa er staðið að gangbrautarmerkingum á Íslandi.

Þeir sem vita um gönguleiðir sem þarf að merkja betur eru hvattir til að senda FÍB upplýsingar og mynd af staðnum. Einnig er hægt að senda mynd á Instagram með merkingunni "#gangbrautjatakk".

Auglýsing FÍB