Húseigendatrygging

Húseigendatrygging er samsett trygging úr 8 þáttum og tekur til helstu tjóna sem geta orðið á húseigninni annarra en brunatjóna.

Yfirlit yfir tryggingu

Í húseigendatryggingu höfum við sett saman nokkrar tryggingar fyrir húsaeigendur sem vernda þá fyrir öllum algengustu tjónum sem verða á húsnæði.

Brunatrygging á húseign er þó ekki innifalin þar sem eiganda húseignar ber skylda til að kaupa hana sérstaklega.

 

Húseigendatrygging er nauðsynleg öllum eigendum húsnæðis en hún tryggir þá fyrir tjónum á því sem tilheyrir fasteigninni sjálfri, svo sem tjón á gólfefnum, lögnum, gluggum og innréttingum.

Tryggingarfjárhæðin miðast við brunabótamat húseignarinnar eins og það er skráð hjá fasteignaskrá.

 

 • Vatnstjónstrygging
 • Fok- og óveðurstrygging
 • Innbrotstrygging
 • Snjóþungatrygging
 • Sótfallstrygging
 • Glertrygging
 • Húsaleigutrygging
 • Ábyrgðartrygging húseiganda
 • Skemmdir sem eiga upptök sín innan veggja hússins og stafa af ófyrirsjáanlegum, skyndilegum og óvæntum leka úr vatnsleiðslum, hitakerfi eða frárennslislögnum.
 • Skemmdir sem verða vegna vatns sem flæðir úr hreinlætistækjum vegna mistaka eða skyndilegra bilana á þeim.
 • Tjón á rúðugleri, eftir að það var sett í.
 • Skemmdir vegna ofsaveðurs.

 

Upptalningin er ekki tæmandi, kynntu þér skilmála húseigendatryggingar. Eigin áhætta er mismunandi eftir tjónsatvikum, en upphæð eigin áhættu kemur fram í skírteininu þínu.

 • Skemmdir af völdum vatns sem þrýstist upp úr skolp- eða frárennslislögnum.
 • Skemmdir af völdum þess að lagnir geta ekki flutt allt það vatn sem er að berast.
 • Tjón á gleri í heimilistækjum, skrautgleri, glerlistaverkum eða gleri sem er utan veggja hússins.
 • Tjón af völdum sandfoks bætist ekki.

 

Vátryggingarfjárhæðin miðast við brunabótamat húseignarinnar hverju sinni. Hægt er að velja mis víðtæka vatnstjónstryggingu, með eða án eigináhættu.

Tengdar tryggingar

SJ-WSEXTERNAL-3