Sumarhúsatrygging

Sumarhús eru oft annað heimili fjölskyldunnar. Sumarhúsaeigendur vilja geta tryggt sig gegn skemmdum sem verða á húsunum því endurbætur geta verið kostnaðarsamar komi til tjóns.

Nánar um sumarhúsatryggingu

Með sumarhúsatryggingunni höfum við sett saman nokkrar tryggingar fyrir eigendur sumarhúsa sem vernda þá fyrir öllum algengustu tjónum sem verða á sumarhúsum. Tryggingin bætir tjón á innbúi sem er í sumarhúsinu og húsinu sjálfu, en þó er brunatrygging húseigna ekki innifalin þar sem allir sumarhúsaeigendur eru skyldugir kaupa hana.

Sumarhúsatryggingin er samsett úr eftirtöldum tryggingum  

Innbústrygging
Húseigendatrygging
 • Brunatrygging
 • Vatnstjónstrygging
 • Innbrotstrygging 
 • Brot- og hrunstrygging 
 • Skýfalls- og asahlákutrygging 
 • Snjóþungatrygging 
 • Fok- og óveðurstrygging
 • Vatnstjónstrygging
 • Innbrotstrygging
 • Brot- og hrunstrygging 
 • Skýfalls- og asahlákutrygging
 • Snjóþungatrygging 
 • Fok- og óveðurstrygging 

 

Ef við tökum dæmi um hvað innbústryggingin bætir þá eru það meðal annars:

 • Tjón á innbúi ef það skemmist vegna bruna, til ef dæmis svefnsófi brennur.
 • Tjón á innbúi ef því er stolið við innbrot eða ef innbrotsþjófar valda skemmdum á innbúi, til dæmis ef sjónvarpi stolið.
 • Tjón á innbúi ef það skemmist af völdum vatns sem streymir úr leiðslum hússins, til dæmis sófasett skemmist vegna bleytu af völdum vatns úr leiðslukerfi hússins.
 • Tjón á innbúi ef vatn flæðir inn í sumarhúsið vegna skýfalls eða asahláku.
 • Tjón á innbúi af völdum óveðurs, til dæmis þak fýkur af og innbú skemmist vegna úrkomu sem kemur inn í sumarhúsið þess vegna.

Upptalningin er ekki tæmandi. Vinsamlegast kynntu þér skilmála sumarhúsatryggingar.

Eigin áhætta er mismunandi í einstökum tjónum eftir tjónsatvikum en upphæð hennar kemur fram á tryggingarskírteininu.

Ef við tökum dæmi um það sem innbústryggingin bætir ekki er það meðal annars

 • Tjón á innbúi vegna sviðnunar eða bráðnunar sem ekki verður talin eldsvoði, til dæmis ef sígarettuglóð sviður gat á áklæði í sófa.
 • Tjón vegna þjófnaðar á innbúi úr ólæstu sumarhúsi.
 • Tjón á innbúi af völdum utanaðkomandi vatns, til dæmis ef það lekur vatn inn með útihurð.
 • Fok- og óveðurstrygging bætir ekki tjón á munum utanhúss, til dæmis húsgögn úti á palli fjúka.

Upptalningin er ekki tæmandi. Vinsamlegast kynntu þér skilmála sumarhúsatryggingar.

 

Ef við tökum dæmi um hvað húseigendatryggingin bætir þá eru það meðal annars

 • Tjón á sumarhúsinu ef það skemmist af völdum vatns sem streymir úr leiðslum hússins, til dæmis vatn flæðir og skemmir gólfefni.
 • Tjón á sumarhúsinu ef vatn flæðir inn í sumarhúsið vegna skýfalls eða asahláku.
 • Tjón á sumarhúsinu af völdum óveðurs, til dæmis ef þak fýkur af sumarhúsinu.
 • Tjón á sumarhúsinu sem verður við innbrot, til dæmis ef brotin er upp hurð.
 • Tjón sem eigandi sumarhúss verður gerður ábyrgur fyrir samkvæmt skaðabótalögum, til dæmis ef gestkomandi slasast vegna ófullnægjandi frágangs.

Upptalningin er ekki tæmandi. Vinsamlegast kynntu þér skilmála sumarhúsatryggingar.

Eigin áhætta er mismunandi í einstökum tjónum eftir tjónsatvikum en upphæð hennar kemur fram á tryggingarskírteininu.

Ef við tökum dæmi um það sem Húseigendatryggingin bætir ekki er það meðal annars

 • Brunatjón á húseigninni sjálfri.
 • Tjón á innbúi af völdum utanaðkomandi vatns, til dæmis vatn lekur inn með hurð.
 • Tjón á snjóbræðslukerfum.
 • Rispur á gleri, móðu milli glerja, eða skemmdir á gleri sem rekja má til ófullnægjandi frágangs eða viðhalds.

Upptalningin er ekki tæmandi. Vinsamlegast kynntu þér skilmála sumarhúsatryggingar.

 

 • Iðgjald sumarhúsatryggingar fer eftir vátryggingarfjárhæð (verðmæti) innbús og brunabótamati húseignarinnar. Ástæða þess að miðað er við brunabótamat sumarhússins er að þar er miðað við hvað kostar að endurbyggja sumarhúsið.
 • Eins hefur það áhrif á iðgjaldið hvort þú kýst að taka tryggingu þar sem skilyrði er að lokað sé fyrir aðstreymi neysluvatnslagna á tímabilinu 1. október til 30. apríl eða ekki.
 • Viðskiptavinir í Stofni fá afslátt af iðgjaldi og tjónlausir og skilvísir viðskiptavinir fá einnig Stofnendurgreiðslu af iðgjaldi.

Aðrar upplýsingar

Hvernig kaupir þú sumarhúsatryggingu?

Ef þú óskar eftir að kaupa sumarhúsatryggingu hafðu samband við okkur í síma 440 2200 eða í næsta útibúi. Fylla þarf út beiðni til að kaupa trygginguna. Það er líka hægt að fylla út beiðni á sjova.is og senda okkur.

Brunatrygging húseignarinnar

Allir sumarhúsaeigendur þurfa að kaupa lögboða brunatryggingu fyrir sumarhúsið. Sömu reglur gilda um brunatryggingar sumarhúsa og annarra húseigna. Upplýsingar um hvernig á að tryggja sumarhús í smíðum eða óska eftir endurmati á húsi sem komið er með brunabótamat til dæmis ef húsið hefur verið endurbætt t.d. stækkað, bætt við gestahúsi eða pallur stækkaður eru á síðunni um lögboðna brunatryggingu.

Tengdar síður

Notkun sumarhúsa og útbúnaður þeirra hefur breyst mikið undanfarin ár og því þarf að huga að tryggingum og öryggismálum sumarhúsa með öðrum hætti en áður. Sumarhúsaeigendur þurfa að brunatryggja sumarhús sín og við viljum líka benda á að mikilvægt er að vanmeta ekki innbú sumarhússins til að það fáist bætt ef til tjóns kemur.

Brunatrygging

Brunatrygging er skyldutrygging sem bætir tjón á húseign vegna eldsvoða, eldingar, sprengingar, sótfalls úr kynditækjum eða eldstæðum, af völdum loftfars og tjón vegna slökkvi- og björgunarðgerða.

Innbúsverðmæti

Algengt er að við gerum okkur ekki grein fyrir verðmæti innbús okkar fyrr en við förum yfir það herbergi fyrir herbergi. Það er mikilvægt að við áætlum verðmætið rétt svo fullar bætur fáist við tjón.

Sumarhús - Forvarnir

Sumarhúsið er griðastaður fjölskyldunnar. Þangað förum við til að eiga ánægjulegar samverustundir og sumarhúsin eru uppspretta góðra minninga. Notkun sumarhúsa og útbúnaður þeirra hefur breyst mikið undanfarin ár og því þarf að huga að tryggingum og öryggismálum sumarhúsa með öðrum hætti en áður.

SJ-WSEXTERNAL-3