Glertrygging

Glertrygging greiðir brot á venjulegu rúðugleri, gler- og plastskiltum svo og tjón á ljósabúnaði.

Yfirlit yfir tryggingu

Glertryggingin greiðir brot á venjulegu sléttu rúðugleri í húseign eftir að því hefur endanlega verið komið fyrir. Hægt er að tryggja sérstaklega litað, skreytt, sérslípað, bogið og sandblásið gler.

Einnig er hægt að tryggja sérstaklega gler- og plastskilti, glermerkingar og ljósabúnað.

  • Tjón á venjulegu rúðugleri fasteignar ef það brotnar eftir að því er komið fyrir
  • Kostnað vegna óhjákvæmilegrar uppsetningar bráðabirgðahlera
  • Tjón á skiltum og ljósabúnaði
  • Tjón sem verður vegna þenslu, vindings eða ófullkomins viðhalds ramma eða lista
  • Tjón sem fólgið er í því að það flísast úr glerinu eða það rispast án þess að brotna
  • Tjón sem verður vegna óþéttra samskeyta á tvöföldu eða þreföldu gleri
  • Tjón vegna útlitsbreytinga, svo sem ef um litamun á rúðum er að ræða
  • Merkingar og skreytingar á gleri nema þær séu tilgreindar sérstaklega
  • Við ákvörðun iðgjaldsins er tekið mið af verðmæti glersins og ísetningarkostnaði þess, sem og af stærð glersins og þykkt

Skilmálar

Aðrar upplýsingar

Glertryggingu er ýmist hægt að kaupa sem sérstaka tryggingu eða innifalda í Fasteignatryggingu eða Húseigendatryggingu.

SJ-WSEXTERNAL-3