Kæli- og frystivörutrygging bætir tjón sem verður á vörum sem geymdar eru í frysti- og kæligeymslum vegna bilunar í kælibúnaði.
Kæli- og frystivörutrygging greiðir skemmdir á vörum sem geymdar eru í frysti- og kæligeymslum ef kælimiðill eða kælivökvi streymir út eða ef hiti hækkar vegna bilunar í kælivélum, vegna straumrofs eða vegna annarra skyndilegra og ófyrirsjáanlegra atvika.
Sérstakt áhættumat er forsenda þess að félagið staðfesti trygginguna. Áhættumatið byggir á upplýsingum frá tryggingartakanum.
Áður en trygging er gefin út fer fram áhættumat. Áhættumatið tekur tillit til ýmissa þátta s.s. hvort síriti sé til staðar í geymslum, hvort geymslur séu tengdar öryggiskerfi, hvort til staðar sé varageymsla og hvort birgðastaða sé breytileg á tryggingartímabilinu. Þetta áhættumat hefur áhrif á iðgjald ásamt tryggingarupphæðinni og þeirri eigin áhættu í tjóni sem tryggingartakinn velur.
Mikilvægt er að undirstrika að kæli-og frystivörutryggingin nær ekki til brunatjóna á vörum í kælum og frystum. Eignatrygging lausafjár bætir slík brunatjón.
Allar vörur í kæli- og frystigeymslum á vátryggingarstaðnum þurfa að vera tryggðar, ekki er hægt að tryggja eingöngu hluta þeirra.
Ekki er hægt að tryggja vörur sem geymdar eru í kæli- og frystigámum.