Lausafjártrygging fyrir bændur

Tryggingin bætir tjón á lausafé vegna ákveðinna orsaka, meðal annars bruna, óveðurs og hraps. Tryggingin bætir einnig tjón á búfénaði vegna umferðaróhapps og raflosts.

Yfirlit yfir tryggingu

Lausafjártrygging fyrir bændur, oft kölluð bændatrygging eða landbúnaðartrygging, er fyrst og fremst ætluð fyrir bændur með búfénað í hefðbundnum búrekstri. Tryggingin tryggir allt lausafé, en lausafé getur verið vélar, áhöld og tæki tilheyrandi búrekstrinum, fóður, þ.m.t. hey, uppskera svo og allur búfénaður.

 

Þú sem kaupandi tryggingarinnar sundurliðar hvaða lausafé þú ætlar að tryggja, verðmæti þess að nývirði og hvar það er staðsett. Við nýtum okkur upplýsingar úr forðagæsluskýrslum til að áætla verðmæti búfjár og fóðurs.

 • Bruna, eldingu, sprengingu
 • Raflost (búfénaður)
 • Ketilsprenging
 • Hrap
 • Skyndilegt sótfall
 • Slökkvistarf
 • Umferðaróhapp (sauðfé eða nautgripir)
 • Óveður
 • Rekstrartap eða annað óbeint tjón
 • Skemmdir sem ekki eru raktir til eldsvoða, t.d. þegar hlutir sviðna eða ofhitna
 • Brunaskemmdir sem hljótast af því að hlut er af ásettu ráði stofnað í hættu af eldi eða hita við upphitun, þurrkun, suðu, bræðslu eða öðru þess háttar
 • Skemmdir á raftækjum eða rafeindatækjum af völdum skammhlaups
 • Brunatjón á lausafé sem fellur undir lögboðna brunatryggingu fasteigna
 • Tjón vegna skipa, báta, loftfara eða skráningarskyldra vélknúinna ökutækja annarra en dráttarvéla
 • Lausafé í eigu annarra nema það sé sérstaklega tekið fram á skírteini
 • Tryggingarfjárhæðin er nývirði hinna tryggðu lausafjármuna og breytist í takt við vísitölu neysluverðs. Iðgjaldið reiknast af tryggingarfjárhæðinni.
SJ-WSEXTERNAL-3