Eignatrygging lausafjár

Eignatrygging bætir tjón á lausafé af völdum bruna, vatns, innbrots eða foks.

Yfirlit yfir tryggingu

Eignatrygging lausafjár bætir tjón á lausafjármunum, sem skilgreindir eru sem hreyfanlegir hlutir. Með öðrum orðum er lausaféð allt annað en naglfastir hlutir og er þar af leiðandi ekki innifalið í brunabótamati fasteignarinnar sem starfsemin fer fram í.

Þú sem kaupandi tryggingarinnar sundurliðar hvaða lausafé þú ætlar að tryggja, verðmæti þess að nývirði og hvar það er staðsett.

Eignatrygging lausafjár er samsett trygging

 • Brunatrygging
 • Vatnstjóns- og foktrygging, sem er valkvæð
 • Innbrotstryggingu, sem er valkvæð

Til viðbótar er hægt að bæta við:

 • Skemmdarverka tryggingu – bætir tjón sem valdið er af ásetningi
 • Lekatryggingu – bætir leka vökva úr tönkum
 • Foktryggingu – bætir tjón af völdum óveðurs
 • Bruna, eldingu, sprengingu
 • Ketilsprengingu
 • Hrap
 • Skyndilegt sótfall
 • Slökkvistarf
 • Leka úr vatnsleiðslum
 • Skýfalls og asahláku
 • Fok
 • Tjón vegna leka olíu og kælimiðla

Innbrotsþjófnað

Skemmdir á fasteign

Rán

Þjófnað úr sýningarskápum og sjálfsölum

 • Skemmdir á hráefni, vörum og umbúðum af völdum bruna.
 • Skemmdir á innréttingum, vélum og lager af völdum vatns, þegar það streymir skyndilega og óvænt úr leiðslum.
 • Skemmdir og þjófnað á lager af völdum innbrots.

Vinsamlega athugið að upptalningin hér að ofan er ekki tæmandi, en nánari upplýsingar er að finna í skilmála tryggingarinnar.

 • Skemmdir á raftækjum og rafeindatækjum af völdum skammhlaups.
 • Skemmdir sem ekki eru raktir til eldsvoða, t.d. þegar hlutir sviðna eða ofhitna.
 • Skemmdir á lausafé er hljótast af langvarandi raka eða vatnsleka.
 • Skemmdir á lausafé af völdum vatns frá svölum eða úr þakrennum.
 • Þjófnað eða skemmdir sem verða á hlutum sem geymdir eru utandyra.
 • Tryggingarfjárhæðin er nývirði hinna tryggðu lausafjármuna og breytist í takt við vísitölu neysluverðs. Iðgjaldið reiknast af tryggingarfjárhæðinni og tekur tillit þeirri starfsemi sem fyrirtækið stundar. Auk þess skiptir tryggingarstaðurinn máli.
Aðrar upplýsingar

Eignatrygging er ein af grundvallartryggingum fyrirtækja. Sem dæmi um aðrar mikilvægar tryggingar má nefna brunatryggingu fasteignar, húseigendatryggingu, rekstrarstöðvunartryggingu, frjálsa ábyrgðartryggingu og samningsbundna slysatryggingu launþega.

Hvað er lausafé?

Lausafjármunir eða lausafé eru vörur líkt og hrá­efni, hálf­unnar vörur og full­unnar, svo og umbúðir, hús­munir, inn­rétt­ingar, vélar og annar rekstr­ar­búnaður til dæmis verk­færi og áhöld. Einnig öku­tæki sem ekki eru skrán­ing­ar­skyld sam­kvæmt um­ferðarlögum.

Hvað er nývirði?

Nývirði er sú fjárhæð sem þurft hefði til kaupa á hlutum þeim, sem eyðilögðust eða skemmdust, með því verðlagi sem síðast var á slíkum hlutum áður en tjónið bar að höndum, án frádráttar vegna aldurs og notkunar en að frádreginni hæfilegri fjárhæð vegna verðrýrnunar sökum minnkaðs notagildis eða annarra atvika.

Tengdar tryggingar

Húseigendatrygging

Húseigendatrygging er samsett trygging úr 8 þáttum og tekur til helstu tjóna sem geta orðið á húseigninni annarra en brunatjóna.

Brunatrygging húseigna

Lögboðin brunatrygging bætir tjón á húseign vegna eldsvoða, eldingar, sprengingar, sótfalls úr kynditækjum eða eldstæðum, af völdum loftfars og tjón vegna slökkvi- og björgunaraðgerða.

SJ-WSEXTERNAL-2