Evrópskt sjúkratryggingakort

Við mælum með að þú hafir EES sjúkratryggingakort meðferðis á ferðalagi um Evrópu.

Evrópska sjúkratryggingakortið

Þeir sem ferðast til Evrópu ættu alltaf að hafa Evrópska sjúkratryggingakortið með í för en kortið er hægt að nota ef korthafi veikist eða slasast í öðru EES ríki.

Kortið gildir eingöngu hjá þjónustuaðilum innan hins opinbera sjúkratryggingakerfis þeirra landa sem eru aðilar að EES samningnum.

Sækja um evrópska sjúkratryggingakortið á vef Sjúkratrygginga Íslands.

Nánar um kortið á vef SÍ.

Sjúkratryggingakortið í snjallsímann

Nú er hægt að sækja snjallsímaforrit fyrir Iphone og Android síma sem veitir upplýsingar um réttindi handhafa kortsins.

Í forritinu eru leiðbeiningar um hvernig á að nota sjúkratryggingakortið í löndunum sem standa að því, almennar upplýsingar um kortið, neyðarnúmer, meðferðir og kostnað sem kortið nær yfir, hvernig á að fá endurgreitt og hvernig á að bregðast við ef kortið tapast.

iPhone forritið má nálgast hér.

Android forritið má nálgast hér.

SJ-WSEXTERNAL-2