Verum vel undirbúin
Við búum á landi þar sem óveður gengur reglulega yfir og því mikilvægt að vera við öllu búin og huga vel að öryggi okkar og eignum. Algengustu tjónin í óveðri eru foktjón, þar sem lausamunir takast á loft og skemma t.d. ökutæki og mannvirki. Því skiptir miklu máli að ganga tryggilega frá öllum lausamunum þegar óveðri hefur verið spáð. Hér á eftir fara nokkur atriði sem gott er að huga að þegar von er á vonskuveðri:
- Festum lausamuni eða tökum inn hluti sem gætu fokið, svo sem útihúsgögn, grill, trampólin, byggingarefni og fleira.
- Hugum sérstaklega að lausamunum á svölum en litlir hlutir eins og blómapottar geta valdið miklu tjóni ef þeir fjúka.
- Hreinsum vel frá niðurföllum og rennum.
- Göngum úr skugga um að allir gluggar og hurðir séu lokuð kyrfilega á meðan veðrið gengur yfir.
Í mjög slæmu veðri geta ýmsir hlutir farið af stað eins og t.d. tré og þakplötur sem erfiðara er að fyrirbyggja. Fyrir vikið er mikilvægt að vera með rétta tryggingarvernd. Hér fyrir neðan er farið yfir hvaða tryggingar taka á foktjóni.