Aðalfundur Sjóvár 15. mars 2019 - Tillaga og skýrsla tilnefningarnefndar

Stjórn Sjóvá-Almennra trygginga hf. hefur boðað til aðalfundar, sem haldinn verður í fundarsal félagsins, Kringlunni 5, 103 Reykjavík, föstudaginn 15. mars 2019 og hefst kl. 15:00.

Á dagskrá fundarins er m.a. kosning stjórnar en í fundarboði þann 21. febrúar sl. var, vegna eðlis og umfangs hæfnismats tilnefningarnefndar félagsins, mælst til þess að framboð til stjórnar bærust tilnefningarnefnd skemmst tveimur vikum fyrir aðalfund, þ.e. fyrir kl. 15:00 föstudaginn 1. mars sl. Lögboðinn framboðsfrestur rennur út sunnudaginn 10. mars kl. 15:00.

Eftirtaldir aðilar hafa gefið kost á sér til setu í stjórn félagsins. Nánari upplýsingar um frambjóðendur má sjá í meðfylgjandi skýrslu tilnefningarnefndar.

  • Björgólfur Jóhannsson
  • Heimir V. Haraldsson
  • Helga Sigríður Böðvarsdóttir
  • Hildur Árnadóttir
  • Hjördís E. Harðardóttir
  • Ingi Jóhann Guðmundsson
  • Jón Bjarni Gunnarsson

Eftirtaldir aðilar hafa gefið kost á sér sem varmenn í stjórn.

  • Erna Gísladóttir
  • Garðar Gíslason

Samkvæmt samþykktum félagsins skal stjórn skipuð fimm mönnum og tveimur varamönnum. Tilnefningarnefnd hefur farið yfir þau framboð sem bárust innan tilskilins frests og leggur hún til að Björgólfur Jóhannsson, Heimir V. Haraldsson, Hildur Árnadóttir, Hjördís E. Harðardóttir og Ingi Jóhann Guðmundsson verði kosin í stjórn félagsins og að Erna Gísladóttir og Garðar Gíslason verði kosin sem varamenn í stjórn.

Þegar lögboðinn framboðsfrestur er runninn út og að lágmarki tveimur dögum fyrir aðalfund verður tilkynnt um endanlegan lista frambjóðenda.

Viðhengi

SJ-WSEXTERNAL-3