Flugtryggingar

Hjá Sjóvá starfa sérfræðingar með víðtæka reynslu af tryggingaráðgjöf við flugtengda starfsemi hér á landi. Við aðstoðum þig við tryggingar fyrir allar gerðir loftfara, hvort sem það er svifflug, einkaflug eða atvinnuflug.

Yfirlit

Flugtrygging samanstendur af þremur megin þáttum: lögboðinni ábyrgðartryggingu, slysatryggingu flugmanns og farþega og húftryggingu loftfarsins.

 

 

Mikilvægt er fyrir eigendur loftfara að huga vel að tryggingum og þá sérstaklega með tilliti til þeirra laga og reglugerða sem gilda um rekstur loftfara.

Hér fyrir neðan er nánar fjallað um þær tryggingar sem innifaldar eru í flugtryggingu.

Ábyrgðartrygging

Ábyrgðartryggingin byggir á reglugerð um skylduvátryggingar vegna loftferða nr 78/2006, en hún setur lágmarkskröfur fyrir flugrekendur og umráðamenn loftfara um tryggingar vegna farþega, farangurs, farms og þriðja aðila.

 • Tryggingin tekur til bótaábyrgðar sem falla kann á tryggingartakann vegna tjóns á mönnum eða munum utan loftfarsins.
 • Tryggingin tekur jafnframt til kostnaðar tryggingartakans vegna hugsanlegrar skyldu hans til að eyða eða fjarlægja flak eða hluta þess af tjónsstað að því marki sem húftryggingin greiðir ekki slíkan kostnað.
 • Tryggingin tekur til bótaábyrgðar sem falla kann á tryggingartakann vegna tjóns á farþegum, farangri eða varningi í loftflutningi.
 • Tryggingartaki/hinn tryggði skal tryggja að uppfylltar séu þær formkröfur sem eru gildandi hverju sinni um flutningsskjöl samkvæmt loftferðalögum (farmiða, farangurskvittun og farmbréf fyrir loftflutninga) eða eitthvað áþekkt.
 • Að því er varðar farangur, þá er bæði átt við innritaðan farangur og handfarangur svo og persónulega muni, þar á meðal klæðnað, sem farþeginn hefur með sér á ferðalaginu.
 • Ábyrgðar vegna tjóns á munum í eigu hins tryggða eða munum sem hann hefur að láni, á leigu, til geymslu eða eru af öðrum ástæðum í vörslu hans.
 • Ábyrgðar vegna tjóns af völdum niðurvarps eða dreifingar kemískra efna, annarra efna eða vökva, nema tekið sé sérstaklega fram í vátryggingarskírteininu að tryggingin nái einnig til slíkrar áhættu.
 • Ábyrgðar vegna tjóns sem stafar af hávaða og titringi og hvers konar fyrirbærum í tengslum við slíkt, nema tekið sé sérstaklega fram í vátryggingarskírteininu að vátryggingin nái einnig til slíkrar áhættu.
 • Ábyrgðar vegna tjóns af völdum hverskonar mengunar, nema tjónið stafi af tjóni á loftfarinu eða öðrum neyðaraðstæðum.
 • Ábyrgðar umfram þá fjárhæð ábyrgðartakmörkunar sem í gildi er, sökum þess að láðst hefur að uppfylla þær formkröfur sem gerðar eru til flutningsskjala.
 • Ábyrgðar umfram gildandi takmörkunarfjárhæð, pr. kíló í flutningi, samkvæmt loftferðalögum, þar sem sendandinn hefur gert grein fyrir sérstökum hagsmunum sínum (hefur gefið upp verðmæti) og jafnvel þótt viðbótarflutningsþóknun hafi verið greidd, nema því aðeins að skýrt komi fram í tryggingarskírteininu, að tryggingin nái einnig til þessarar áhættu.
 • Ábyrgðar á seinkun farþega og farangurs

Vátryggingarfjárhæðir tryggingarinnar byggja á ákvæðum úr reglugerð um skylduvátryggingar vegna loftferða nr 78/2006.

Slysatrygging flugmanns

Slysatrygging flugmanns er valkvæð trygging sem tekur eingöngu til einka- og kennsluflugvéla.

Tryggingin greiðir dánar- og örorkubætur vegna slyss er flugmaður verður fyrir:

 • Um borð í tryggðu loftfari svo og við för í loftfar og úr því.
 • Við gangsetningu hreyfils eftir nauðlendingu utan opinberlega viðurkennds flugvallar ef slíkt er gert samkvæmt tilmælum flugmanns loftfarsins.
 • • Á meðan á dvöl á nauðlendingarflugvelli stendur, svo og við brottför þaðan til byggða.

Með orðinu “slys” er hér átt við skyndilegan, utanaðkomandi atburð sem veldur meiðslum á líkama hins tryggða og gerist án vilja hans.

 • Slys sem hinn tryggði verður fyrir í handalögmálum, við þátttöku í refsiverðum verknaði, undir áhrifum deyfi- og eiturlyfja eða í ölæði nema sannað sé að ekkert samband hafi verið milli ástands þessa og slyssins.
 • Slys - nema slíkt sé tilgreint í tryggingarskírteininu - sem verða kann:
  1. í tilraunaflugi þar sem loftfarið er lagt í sérstaka hættu.
  2. í flugkeppni, metflugi eða þjálfun fyrir slíkt eða í annars konar flugi þar sem hinn tryggði beitir loftfarinu óeðlilega miðað við þolmörk þess í lengri eða skemmri tíma.
 • Þess ef maður, sem ekki hefur gilt skírteini til að fljúga loftfarinu, stjórnar því með vitund eða vilja hins tryggða.

 

Bótafjárhæðir tryggingarinnar byggja á ákvæðum úr reglugerð um skylduvátryggingar vegna loftferða nr 78/2006. Þar segir meðal annars í 4. gr.:

„Vátryggingarfjárhæð vegna dauða og 100% varanlegrar örorku skal að lágmarki miðast við jafnvirði 100.000 SDR í íslenskum krónum fyrir hvern mann. Við minni örorku greiðast bætur hlutfallslega.“

 

 

Húftrygging loftfars

Húftrygging er valkvæð trygging sem bætir hlutatjón og altjón á loftfarinu af völdum skyndilegs og utanaðkomandi atviks.

Ef annað er ekki tekið fram nær vátryggingin til:

 • Hverskonar tjóns á loftfarinu, þar með talið altjóns eða hlutatjóns, af völdum skyndilegs utanaðkomandi atviks.
 • Þjófnaðar á loftfarinu eða hluta þess.
 • Hvarfs loftfarsins, þ.e. ef engar upplýsingar hafa borist um loftfarið 30 dögum eftir síðasta flugtak þess sem vitað er af.
 • Tjóns á eða í hreyfli/hreyflum eða rafleiðslum og hlutum loftfarsins, nema slíkt tjón stafi af utanaðkomandi orsökum.
 • Tjóns sem verður við flutning á loftfarinu með öðru flutningstæki, nema slíkur flutningur fari fram í tengslum við viðgerð á tjóni sem tryggingin nær til.
 • Þjófnaðar á hlutum og tækjum úr ólæstum flugstjórnarklefa, farþegarými eða farangursgeymslu, svo og á hlutum sem unnt er að fjarlægja úr loftfarinu án þess að beitt sé afli eða verkfærum.
 • Tjóns á hjólbörðum og slöngum sem stafar eingöngu af sprengingu eða af því að gat kemur á hjólbarða.
 • Tjóns sem verður eingöngu rakið til áhrifa af hitabreytingu, regns eða snjókomu, raka eða vökvaþéttingar.
 • Slits, tæringar, ryðs, efnisgalla, svo og hægfara eyðingar og ónógs viðhalds.
 • Tjóns á loftfarinu sem á rætur sínar að rekja til óstarfhæfni rafeindabúnaðar með dagsetningastýrðri virkni, nema því aðeins að tryggingartakinn hafi gert allar þær ráðstafanir sem sanngjarnt er að krefjast til að hamla gegn slíkri bilun og óstarfhæfni.
 • Tjóns sem tilkynnt er síðar en þremur mánuðum eftir að tryggingunni lýkur.

Tryggingartaki ákveður verðmæti flugfarsins.  Iðgjaldið reiknast út frá verðmætinu og tekur mið af meðal annars notkun, fjölda hreyfla og flugreynslu flugmanna.

Utanvallatrygging

Hægt er að kaupa svokallaða utanvallatryggingu til þess að lendingar og flugtök á óskráðum flugvöllum á Íslandi falli undir trygginguna. Eftirfarandi skilyrði þurfa að vera uppfyllt:

 • Flugmaður hafi að lágmarki 250 tíma flugreynslu.
 • Hinn tryggði og/eða flugmaður hafi aflað heimildar til lendingar hjá landeiganda/ umráðamanni landsins.
 • Hinn tryggði og/eða flugmaður hafi gengið úr skugga um að lendingarskilyrði séu viðunandi og hafi spurst fyrir hjá landeiganda/ umráðamanni eða öðrum til þess bærum aðila um ástand vallarins á fyrirhuguðum lendingartíma.
 • Að flugmaður kanni hinn óskráða flugvöll gaumgæfilega og gangi úr skugga um öryggi hans áður en flugtak eða lending er framkvæmd með framhjáflugi eða yfirflugi.
 • Að notkun flugvallanna fari einungis fram í dagsbirtu.

Ef gerð verður bótakrafa vegna lendingar á óskráðum flugvelli þá er það á ábyrgð hins tryggða að sanna að ofangreindum atriðum hafi verið fullnægt. Takist vátryggingartaka það ekki er eigináhætta í því tjóni tvöföld.

Tengt efni

Mínar síður

Mínar síður er þjónustuvefur viðskiptavina Sjóvár. Þar getur þú skoðað tryggingayfirlit, hreyfingayfirlit, tjónayfirlit, rafræn skjöl, og skoðað skilmála trygginganna. Þú getur einnig tilkynnt tjón á Mínum síðum. Rafrænar tjónstilkynningar flýta mjög fyrir vinnslu tjónamála.

Ferðaþjónusta

Mikil fjölgun ferðamanna hér á landi hefur valdið sprengingu í þjónustu við þá. Það er mikilvægt að fyrirtæki sem þjónusta ferðamenn tryggi viðskiptavini, rekstur sinn og starfsfólk.

SJ-WSEXTERNAL-3