Ábyrgðartrygging stjórnar og stjórnenda

Tryggingin veitir vernd gegn skaðabótakröfum sem gerðar eru á hendur stjórnarmönnum og stjórnendum fyrirtækja vegna starfa þeirra.

Stjórn og stjórnendur taka ákvarðanir

Fyrirtækið sem slíkt tekur ekki ákvarðanir. Stjórn og stjórnendur þess taka ákvarðanir fyrir þess hönd. Við slíkar ákvarðanir geta þessir aðilar stofnað, ekki aðeins hagsmunum fyrirtækisins í hættu vegna málsóknar af hálfu þeirra sem telja að þeir hafi beðið fjárhagslegan skaða af slíkum ákvörðunum, þeir geta einnig persónulega orðið skaðabótaskyldir. 

Hver trygging er sérsniðin að þörfum viðskiptavinar. 

SJ-WSEXTERNAL-2