Símanúmer Sjóvá er 440-2000
Í ljósi þeirrar óvissu sem skapast hefur í Grindavík viljum við létta undir með fjölskyldum sem tryggðar eru hjá Sjóvá og munum endurgreiða að fullu iðgjöld fjölskyldna og einstaklinga í Grindavík 8. desember. Tryggingarnar verða engu að síður áfram í fullu gildi. Hugur starfsmanna Sjóvá er hjá Grindvíkingum.
Fjöldinn allur af gæludýrum eru tryggð hjá Sjóvá. Þau eru öll æði og óskuðum við eftir því að fá að sýna þau. Þannig að næstu daga verða gæludýr viðskiptavina okkar í aðalhlutverki í auglýsingum okkar.
Með snjalltryggingu Sjóvá eru síminn þinn, fartölvan og reiðhjólið tryggð. Snjalltrygging Sjóvá er trygging sem hentar sérstaklega vel ungu fólki. Það skiptir okkur öll máli að geta haldið sambandi við vinina, horft á uppáhaldsþáttinn, skráð hlaupið í Strava og hlustað á podcast í Strætó. Ef síminn skemmdist bætum við það - og þú getur haldið gleðinni.
Nú í fyrsta sinn á Íslandi er auðvelt fyrir þá sem eru með rekstur að fá tryggingaráðgjöf. Stafræni ráðgjafinn okkar leiðir þig í gegnum nokkrar einfaldar spurningar og síðan höfum við samband með tilboð.
Bensínlaus? Sprungið dekk? Getur þú ekki startað bílnum? Viðskiptavinir okkar í Stofni geta nýtt sér Vegaaðstoð Sjóvá endurgjaldslaust. Í þeim tilvikum sem ekki er hægt að veita aðstoð minnum við viðskiptavini í Stofni á að þeir fá 15% afslátt af þjónustu Vöku við að færa bíl á næsta verkstæði.
Hér er að finna nýjustu fréttir og viðburði
Hér getur þú sent okkur viðkvæm skjöl í gegnum örugga gagnagátt. Með viðkvæmum skjölum er átt við skjöl sem innihalda persónuupplýsingar eins og læknabréf, vottorð, umsóknir og fleira. Til þess að geta nýtt þér þessa leið þarftu að hafa gild rafræn skilríki í síma. Þegar þú skráir þig inn í fyrsta sinn þarftu að skrá inn upplýsingar um símanúmer og netfang og smella svo á *Hlaða inn skrá og *Móttökugátt í valmyndinni. Ef þú hefur áður skráð þig inn er farið með þig beint á Móttökugáttina, þar getur þú valið Sjóvá úr lista fyrirtækja á hægri hluta síðunnar og hlaðið inn skjalinu vinstra megin.