Nú eru 30 ár frá því að við fórum að endurgreiða tjónlausum Stofnfélögum hluta þeirra iðgjalda. Auk þess að fá Stofnendurgreiðslu fá viðskiptavinir í Stofni ýmsa afslætti og fríðindi.
Við höfum tryggt íslensk fyrirtæki í yfir 100 ár. En rekstur fyrirtækja á Íslandi er aldrei einfaldur eða auðveldur. Við veitum fyrirtækjum ráðgjöf með tryggingar og stöndum með okkar viðskiptavinum þegar mest reynir á. Þú getur nýtt stafrænan ráðgjafa okkar til að segja okkur frá þínum rekstri og fengið í kjölfarið ráðgjöf frá okkur.
Árs- og sjálfbærniskýrsla Sjóvá fyrir árið 2023 er komin út.
Með snjalltryggingu Sjóvá eru síminn þinn, fartölvan og reiðhjólið tryggð. Snjalltrygging Sjóvá er trygging sem hentar sérstaklega vel ungu fólki. Það skiptir okkur öll máli að geta haldið sambandi við vinina, horft á uppáhaldsþáttinn, skráð hlaupið í Strava og hlustað á podcast í Strætó. Ef síminn skemmdist bætum við það - og þú getur haldið gleðinni.
Bensínlaus? Sprungið dekk? Getur þú ekki startað bílnum? Viðskiptavinir okkar í Stofni geta nýtt sér Vegaaðstoð Sjóvá endurgjaldslaust. Í þeim tilvikum sem ekki er hægt að veita aðstoð minnum við viðskiptavini í Stofni á að þeir fá 15% afslátt af þjónustu Vöku við að færa bíl á næsta verkstæði.
Hér er að finna nýjustu fréttir og viðburði
Hér getur þú sent okkur viðkvæm skjöl í gegnum örugga gagnagátt. Með viðkvæmum skjölum er átt við skjöl sem innihalda persónuupplýsingar eins og læknabréf, vottorð, umsóknir og fleira. Til þess að geta nýtt þér þessa leið þarftu að hafa gild rafræn skilríki í síma. Þegar þú skráir þig inn í fyrsta sinn þarftu að skrá inn upplýsingar um símanúmer og netfang og smella svo á *Hlaða inn skrá og *Móttökugátt í valmyndinni. Ef þú hefur áður skráð þig inn er farið með þig beint á Móttökugáttina, þar getur þú valið Sjóvá úr lista fyrirtækja á hægri hluta síðunnar og hlaðið inn skjalinu vinstra megin.