Við þekkjum þarfir ferðaþjónustufyrirtækja vel og bjóðum upp á allar tryggingar sem þau þurfa á að halda.
Við leggjum mikla áherslu á að veita framúrskarandi þjónustu, ráðgjöf sem byggir á þekkingu og reynslu og skjóta og örugga tjónaþjónustu.
Tryggingaþörf fyrirtækja er ólík eftir eðli og umfangi starfseminnar. Við veitum faglega ráðgjöf í samræmi við þarfir þíns fyrirtækis, hvort sem þú ert einyrki með einfaldan rekstur eða rekur stórt fyrirtæki og ert með marga í vinnu.
Við leggjum líka mikla áherslu á að eiga virkt samtal um forvarnir, skoðum og greinum áhættur og finnum með þér leiðir til að lágmarka þær.
Það er reynslumikill hópur sem þjónustar ferðaþjónustufyrirtæki hjá okkur, starfsfólk sem þekkir vel þarfir þíns reksturs fyrir tryggingavernd og forvarnir.
Við höfum um árabil starfrækt verkefnahóp fyrir ferðaþjónustuna sem skipaður er sérfræðingum okkar sem hafa þekkingu og reynslu af ólíkum sviðum sem snerta greinina. Hlutverk verkefnahópsins er að stuðla að góðri öryggismenningu innan ferðaþjónustunnar, efla forvarnir, veita ráðgjöf og þjónustu til fyrirtækja í atvinnugreininni og þrýsta á um nauðsynlegar úrbætur í öryggismálum hér á landi.