Eldur getur valdið ómældu tjóni á heilsu, eignum og rekstri. Með reglulegu eftirliti og vönduðum eldvörnum getur þú tryggt öryggi starfsfólks, viðskiptavina og framtíð fyrirtækisins. Það er miklu betra að fyrirbyggja en að takast á við afleiðingar bruna.
Nánari leiðbeiningar og gátlista má finna á heimasíðu Eldvarnabandalagsins. Tryggðu fyrirtæki þínu örugga framtíð með því að hefja eigið eldvarnareftirlit strax í dag!