Iðnaður og framkvæmdir

Það er sama í hvernig bygginga- eða iðnaðarstarfsemi þú ert og hvort sem þú ert einyrki eða með fólk í vinnu. Við þekkjum hvaða tryggingar henta þínum þörfum og erum til þjónustu reiðubúin.

Við bjóðum upp á góðar tryggingar fyrir þig, starfsfólkið þitt, atvinnutæki og búnað.

Tryggingaþörf fyrirtækja er ólík eftir eðli og umfangi starfseminnar. Við veitum faglega ráðgjöf í samræmi við þarfir þíns reksturs. Við leggjum líka mikla áherslu á að eiga virkt samtal við fyrirtæki um forvarnir, skoðum og greinum áhættur og finnum með þér leiðir til að lágmarka þær.

Hafðu samband

Það er reynslumikill hópur sem þjónustar fyrirtæki sem starfa í iðnaði og framkvæmdum hjá okkur, starfsfólk sem þekkir vel þarfir þíns reksturs fyrir tryggingavernd og forvarnir.

Tryggingar fyrir þinn rekstur