Neyðartilvik – hringdu í SOS International
- Ef um alvarleg veikindi eða slys er að ræða mælum við með að þú hringir beint í SOS International neyðarþjónustuna í síma +45 70 10 50 50. Þjónusta SOS International felst meðal annars í að veita ráðgjöf, eiga samskipti við sjúkrastofnanir og aðstandendur auk þess að aðstoða við heimflutning ef þarf. Þú getur líka tilkynnt neyðartilvikið til SOS International rafrænt og komist hjá því að þurfa að bíða í símanum.
Tilkynna neyðartilvik rafrænt til SOS.
Sjá nánar um SOS International neyðarþjónustu. - Neyðartilvik eru alvarleg veikindi og slys sem krefjast innlagnar eða rannsókna á sjúkrastofnun. Þegar slíkt kemur upp skaltu leita til SOS International.
Minniháttar veikindi eða slys á ferðalögum erlendis
- Ef þú þarft að leita til læknis vegna minniháttar veikinda eða slysa erlendis er einfaldast að greiða fyrir þjónustuna en halda vel utan um allar greiðslukvittanir vegna útlagðs læknis-, lyfja og sjúkrakostnaðar.
- Minniháttar veikindi geta til dæmis verið kvef, hiti eða umgangspestir sem leita þarf læknisaðstoðar vegna. Minniháttar slys geta til dæmis verið minni skurðir sem sauma þarf á sjúkrastofnun.
- Á þjónustuvef SOS International getur þú fundið upplýsingar um hvaða sjúkrastofnun er næst staðsetningu þinni, hvar sem þú ert í heiminum.
Fara á þjónustuvef SOS International. - Eftir ferðalagið tilkynnir þú tjónið hér á vef okkar með því að smella á Tilkynna tjón. Við þurfum að fá frumrit greiðslukvittana, vottorða, skýrslur og ferðagögn (farmiða/bókanir) til að geta tekið málið til afgreiðslu.
- Athugaðu að eigin áhætta getur verið í ferðasjúkratryggingum.
Hvaða gögn þurfa að fylgja með þegar ég tilkynni tjónið?
- Flugmiði eða ferðagögn
- Sjúkragögn, t.d. vottorð frá lækni og/eða meðferðaraðila.
- Kvittanir fyrir útlögðum kostnaði.
- Lögregluskýrsla ef það á við.
Hvað ef ég forfallast og kemst ekki í fyrirhugaða ferð?
- Ef þú kemst ekki í fyrirhugaða ferð gætir þú átt rétt á endurgreiðslu á fyrirframgreiddum kostnaði vegna ferðarinnar.
- Byrjaðu á að tilkynna forföllin til ferðaskrifstofu eða farsala og athuga hvort þú eigir rétt á endurgreiðslu.
- Við ráðleggjum þér að tilkynna tjónið fyrst og láta þá eftirfarandi gögn fylgja með tilkynningunni:
- Flugmiða eða ferðagögn.
- Staðfestingu á bókun frá ferðaskrifstofu eða farsala.
- Kvittanir fyrir ferða- og gistikostnaði.
- Læknisvottorð vegna veikinda eða slyss.
- Önnur viðeigandi gögn.
- Hægt er að sjá upphæð eigin áhættu á Mitt Sjóvá, á tryggingayfirliti og undir skírteini forfallatryggingar í Ferðavernd.
- Mörg eru með ferðatryggingar í gegnum kreditkort sín. Við mælum með að þú skoðir hjá bankanum þínum hvaða ferðatryggingar fylgja með þínu korti en þær geta verið ólíkar eftir því hvaða tryggingafélag sér um þá þjónustu.
Hvað ef tjón verður lausamunum?
- Við mælum með að þú tilkynnir þjófnað eða rán strax til lögreglu í viðkomandi landi og sem fyrst til fararstjóra, ef hægt er.
- Mikilvægt er að þú fáir afrit af lögregluskýrslum og öðrum gögnum sem tengjast málinu, þar sem þau gögn þurfa að fylgja tjónstilkynningunni sem þú sendir inn til okkar við heimkomu.
Hvað ef farangur skemmist eða týnist í flugi/á flugvelli?
- Ef farangur skemmist eða týnist er mikilvægt að fylla út staðfestingareyðublað á flugvellinum (PIR Property Irregularity Report). Þegar þú tilkynnir tjónið til okkar þarf afrit af þeirri staðfestingu að fylgja með tilkynningunni.
- Við mælum með að þú tilkynnir tjónið til okkar sem fyrst.
Tilkynna tjón hér. - Eftirfarandi gögn þurfa að fylgja með þegar þú tilkynnir tjónið:
- Flugmiði og ferðagögn.
- Staðfesting frá flugvelli (útfyllt PIR eyðublað).
- Listi yfir þá muni sem skemmdust/týndust og verðmæti þeirra.
- Greiðslukvittun vegna útlags kostnaðar (gildir aðeins á útleið).
- Lögregluskýrsla ef um þjófnað eða rán var að ræða.
Hvað ef töf verður á ferðalaginu?
- Ef það verður töf á ferðalagi þínu vegna verkfallsaðgerða, óhagstæðra veðurskilyrða eða vélarbilunar, sem seinkar komu þinni á áfangastað, gætir þú átt rétt á bótum úr ferðatryggingum sem fylgja greiðslukorti þínu.
- Við mælum með að þú skoðir hjá bankanum þínum hvaða ferðatryggingar fylgja með þínu korti en þær geta verið ólíkar eftir því hvaða tryggingafélag sér um þá þjónustu.
Hvað ef tjón verður á bílaleigubíl sem ég er með á leigu erlendis?
- Ef þú lendir í tjóni á bílaleigubíl á ferðalagi erlendis mælum við með að þú hafir samband við það tryggingafélag sem sér um tryggingarnar í greiðslukortinu þínu, því mögulegt er að bílaleigutrygging sé innifalin í kortinu. Þú getur séð nánari upplýsingar um ferðatryggingarnar sem eru í greiðslukortinu hjá bankanum þínum.