Það skiptir máli að vera vel tryggður í frístundum, bæði fyrir slysum og tjóni á búnaði. Almennt ertu með góða tryggingavernd ef þú ert með Fjölskylduvernd 2 eða 3 sem innifelur slysatryggingu í frítíma.
Ef þú átt dýran búnað eða æfir og keppir í íþróttum þarftu hins vegar að huga sérstaklega að tryggingum þínum. Það þarftu líka að gera ef þú stundar áhættusamari tómstundir, eins og fallhlífarstökk, akstursíþróttir og klettaklifur, sem dæmi.