TryggingarTjónForvarnirSjóvá
English
Mitt Sjóvá
Leita

Rekstrarstöðvun

TryggingarFyrirtækiTryggingar þvert á atvinnugreinar

Rekstrarstöðvunartrygging

Rekstrarstöðvunartrygging er ætluð atvinnurekendum og fyrirtækjum. Umfang tryggingarinnar, þ.e.a.s. bótasvið hennar, bótatími og upphæðir trygginga, er mismunandi og ræðst m.a. af stærð fyrirtækis og eðli rekstrar.

Tryggingin tekur til fjárhagslegs tjóns sem tryggingartaki verður fyrir vegna samdráttar í vörusölu eða þjónustu af völdum tjóns sem leiða má til bruna (eldsvoða), vatnsflæðis innandyra og innbrotsþjófnaðar.

Aukakostnaðartrygging

Aukakostnaðartrygging greiðir óhjákvæmilegan aukakostnað sem fellur til í kjölfar bótaskylds tjóns úr eignatryggingu lausafjár.

Tryggingin er seld samhliða eignatryggingu lausafjár og þarf tjón að vera bótaskylt samkvæmt skilmálum hennar, ef svo er þá er aukakostnaður sem fyrirtækið þarf að leggja í greiddur.

Aukakostnaðartrygging vegna rafeindatækja

Tryggingin er seld samhliða rafeindatækjatryggingu og þarf tjón að vera bótaskylt samkvæmt skilmálum hennar, ef svo er þá er aukakostnaður sem fyrirtækið þarf að leggja í greiddur.

Áður en tryggingin er gefin út þarf tryggingartaki í samvinnu við Sjóvá að áætla þann aukakostnað sem getur fallið til komi til tjóns.

Tilkynna tjón

Gagnagátt

440 2000

Netspjall

Sjóvá-Almennar tryggingar hf.

650909-1270

Sjóvá-Almennar líftryggingar hf.

680568-2789

Kringlunni 5, 103 Reykja­vík

Þjónustuver
440 2000
Neyðarnúmer
440 2424
Netfang
sjova@sjova.is
PersónuverndarstefnaLagalegur fyrirvari