
Rekstrarstöðvunartrygging er ætluð atvinnurekendum og fyrirtækjum. Tryggingin tekur til fjárhagslegs tjóns þegar rekstur stöðvast tímabundið, að hluta eða öllu leyti, vegna bruna (eldsvoða), vatnsflæðis innandyra eða innbrotsþjófnaðar.
Eldri útgáfu skilmála rekstrarstöðvunartryggingar má nálgast hér fyrir neðan.
Þessi eldri útgáfa gildir til 31.12.2026 og er ekki lengur í sölu en tryggingin sjálf er þó áfram í sölu samkvæmt nýjustu skilmálum hér að ofan.
Hvað er tryggt? | Hvað er ekki tryggt? |
|---|---|
| Tryggingin greiðir bætur vegna: | Tryggingin bætir m.a. ekki: |
|
|
Rekstrarstöðvunartrygging er eingöngu í boði ef bruna-, þjófnaðar og vatnstjónstrygging er keypt samhliða hjá félaginu.
Tryggingin gildir á Íslandi, á þeim stað sem tilgreindur er á vátryggingarskírteini nema um annað sé samið.
Þú þarft að tilkynna tjón eins fljótt og kostur er og ekki síðar en innan árs frá tjónsdegi.
Þú þarft að sjá til þess að allar upplýsingar á vátryggingarskírteininu séu réttar.
Þú þarft að tilkynna okkur um breytingar á heimilisfangi, símanúmeri og netfangi.
Þér er skylt að fara eftir varúðarreglum í skilmálum, t.d. að dyr, gluggar og önnur op inn á vátryggingarstað séu tryggilega læst og lyklar geymdir þannig að óviðkomandi hafi ekki aðgang að þeim.
Iðgjaldið á að greiða á gjalddaga. Við útgáfu eða endurnýjun tryggingarinnar stofnast rafræn krafa í netbanka. Þú átt kost á að dreifa greiðslum iðgjaldsins með:
Boðgreiðslu, þar sem iðgjaldið er skuldfært mánaðarlega af kredit- eða debetkorti.
Beingreiðslu, þar sem skuldfært er mánaðarlega af bankareikningi.
Fyrirtækjadreifingu, þar sem hægt er að greiða iðgjöld með mánaðarlegum greiðslum.
Tryggingin tekur gildi við útgáfu.
Tryggingavernd lýkur við uppsögn.
Einstaklingar og fyrirtæki með færri en fimm stöðugildi geta sagt tryggingum upp hvenær sem er og falla þær þá niður í lok þarnæsta mánaðar frá því uppsögnin berst. Önnur fyrirtæki geta sagt tryggingum upp með mánaðarfyrirvara fyrir lok tryggingatímabilsins.
Uppsögn þarf að vera skrifleg, t.d. með rafrænni undirskrift.