Tryggðu reksturinn í ófyrirséðum aðstæðum

Rekstrar­stöðvunar­trygging

Rekstrarstöðvunartrygging er ætluð atvinnurekendum og fyrirtækjum. Umfang tryggingarinnar, þ.e.a.s. bótasvið hennar, bótatími og upphæðir trygginga, er mismunandi og ræðst m.a. af stærð fyrirtækis og eðli rekstrar.

Tryggingin tekur til fjárhagslegs tjóns sem tryggingartaki verður fyrir vegna samdráttar í vörusölu eða þjónustu af völdum tjóns sem leiða má til bruna (eldsvoða), vatnsflæðis innandyra og innbrotsþjófnaðar.

Rekstrarstöðvunartrygging tryggir þig fyrir fjárhagslegu tjóni sem reksturinn þinn verður fyrir ef tekjur dragast saman vegna bruna, vatns sem flæðir úr leiðslum innan veggja hússins eða innbrota.

Tilkynna tjón