
Meðganga og fæðing eru mikilvægt tímabil í lífi hverrar fjölskyldu. Meðgöngutryggingu okkar er ætlað að veita verðandi foreldrum hugarró og fjárhagslegan stuðning ef eitthvað kemur upp á. Hún tryggir bæði verðandi móður og börn í móðurkviði á meðgöngu og í fæðingu og einnig barnið þar til það verður eins mánaðar gamalt.
Meðgöngutrygging er samsett trygging fyrir móður á meðgöngu og barn hennar í móðurkviði, við fæðingu og fyrstu vikur æviskeiðs þess, þar til það getur fallið undir Barnatryggingu.
Samstarfsaðilar okkar bjóða upp á sérkjör á ýmsum vörum og þjónustu:
Hvað er tryggt? | Hvað er ekki tryggt? |
|---|---|
| Dánarbætur eru greiddar: | Dánarbætur eru ekki greiddar: |
|
|
| Sjúkrahúslegutrygging greiðir bætur: | Sjúkrahúslegutrygging greiðir ekki bætur: |
|
|
| Trygging vegna meðfæddra sjúkdóma greiðir bætur: | Trygging vegna meðfæddra sjúkdóma greiðir ekki bætur: |
|
|
| Trygging vegna meðgöngu- eða fæðingarvandamála hjá móður greiðir bætur: | Trygging vegna meðgöngu- eða fæðingarvandamála hjá móður greiðir ekki bætur: |
|
|
| Áfallahjálp greiðir bætur vegna: | Áfallahjálp bætir ekki: |
|
|
Tryggingin greiðir ekki bætur vegna sjúkdóma eða kvilla hjá móður eða fóstri sem greindir eru fyrir gildistöku tryggingarinnar, t.d. við læknisskoðun, ómskoðun eða aðra fósturgreiningu.
Tryggingin gildir hvar sem er í heiminum.
Þú þarft að tilkynna tjón eins fljótt og kostur er og ekki síðar en innan árs frá tjónsdegi.
Þú þarft að sjá til þess að allar upplýsingar á vátryggingarskírteininu séu réttar.
Þú þarft að tilkynna okkur um breytingar á heimilisfangi, símanúmeri og netfangi.
Iðgjaldið skal greiða við kaup tryggingarinnar. Hægt er að greiða með debet- eða kreditkorti.
Tryggingin tekur gildi í fyrsta lagi á 17. viku meðgöngu eða á kaupdegi sé hún keypt síðar. Hún gildi í þrjátíu daga frá fæðingu barns.
Meðgöngutrygging er skammtímatrygging sem þýðir að hún gildir í takmarkaðan tíma og er því ekki uppsegjanleg.
Ef þú veikist á meðgöngu eða eitthvað kemur upp á í fæðingu, eftir fæðingu eða á meðgöngu getur þú og/ eða hitt foreldri barnsins átt rétt á greiðslum frá ríki, stéttarfélagi eða vinnuveitanda.
Veikindaréttur á meðgöngu
Veikindaréttur þinn er tryggður í kjarasamningum ef þú ert launþegi, óháð því hvort þú ert barnshafandi eða ekki. Sjá nánar um veikindarétt á island.is. Ef þú fullnýttir þann veikindarétt sem þú átt getur þú átt rétt á greiðslum frá stéttarfélagi þínu.
Athugaðu að réttur samkvæmt kjarasamningum á eingöngu við um þau sem eru launþegar en ekki t.d. um sjálfstæða atvinnurekendur eða námsmenn.
Einnig er rétt að benda á sjúkradagpeninga frá Sjúkratryggingum Íslands fyrir þau sem eru óvinnufær að fullu vegna veikinda eða slysa. Lesa má nánar um þá á island.is.
Sorgarstyrkur
Ef barn deyr fyrir 18 ára aldur eiga foreldrar rétt á svokölluðu sorgarleyfi eða sorgarstyrk. Það á einnig við ef barn fæðist andvana eftir 22 vikna meðgöngu eða ef fósturlát verður eftir 18 vikna meðgöngu. Nánari upplýsingar er að finna á island.is.
Veikindaréttur vegna veikinda barns
Ef barnið þitt veikist alvarlega eða er langveikt tryggja kjarasamningar rétt á launuðu leyfi vegna barna. Sjá nánar um veikindarétt á island.is.
Athugaðu að réttur samkvæmt kjarasamningum á eingöngu við um þau sem eru launþegar en ekki t.d. um sjálfstæða atvinnurekendur eða námsmenn.
Ef þú greiðir í sjúkrasjóð stéttarfélags getur þú átt rétt á greiðslum úr honum vegna veikindi barns.
Þau sem eiga langveik börn geta einnig átt rétt á umönnunargreiðslum frá Tryggingastofnun ríkisins, sem sjá má nánari upplýsingar um á island.is.
Allar bætur úr Meðgöngutryggingu eru greiddar óháð almennum réttindum eða réttindum sem fólk á í gegnum kjarasamninga, hvort sem er beint frá vinnuveitanda eða stéttarfélagi. Þær koma þannig til viðbótar við þær greiðslur sem þú átt rétt á annars staðar frá, sama hve mikill réttur þinn er.
Við mælum með að þú kynnir þér nánar hverju þú átt rétt á, sérstaklega ef þú ert námsmaður eða sjálfstætt starfandi/verktaki og því með takmarkaðri réttindi en launþegar.
Þú getur algjörlega keypt Meðgöngutrygginguna eina og sér, hvort sem þú ert einfaldlega ekki með aðrar tryggingar eða ert með þær hjá öðru tryggingafélagi.
Við ráðleggjum þér þó að skoða tryggingamálin sérstaklega vel á þessum tímamótum í lífi þínu. Við mælum alltaf með að foreldrar séu líf- og sjúkdómatryggðir. Ef þú ert þegar með slíkar tryggingar mælum við einnig með að þú farir yfir tryggingafjárhæðirnar, til að sjá hvort þær eru í samræmi við þínar aðstæður. Eins getur verið ástæða til að yfirfara aðrar tryggingar heimilisins þegar það fjölgar í fjölskyldunni og fara til dæmis yfir innbúsverðmæti í heimilistryggingu.
Heyrðu endilega í okkur og fáðu ráðgjöf miðað við þínar aðstæður. Þú getur fengið samband við ráðgjafa okkar hér á netspjallinu, sent okkur póst á sjova@sjova.is eða heyrt í okkur í síma 440 2000.
Þegar þú kaupir Barnatryggingu með Meðgöngutryggingunni tryggir þú barninu þínu samfellda og öfluga vernd allt frá 17. viku meðgöngu og þar til það hefur náð 20 ára aldri. Ekki þarf að fylla út heilsufarsmat þegar Barnatrygging er keypt samhliða Meðgöngutryggingu.
Við mælum með að allar verðandi mæður sem kaupa Meðgöngutryggingu velji að kaupa Barnatrygginguna um leið. Barnatrygging kostar 1.079 kr. á mánuði og þú byrjar ekki að greiða af henni fyrr en hún tekur gildi við eins mánaða aldur barnsins.
Meðgöngutrygging tryggir bæði móður og barn á meðgöngu, í fæðingu og allt þar til barnið verður eins mánaðar gamalt. Þá tekur Barnatryggingin við, sé hún keypt með Meðgöngutryggingunni. Barnatryggingu er ætlað að mæta kostnaði og mögulegum tekjumissi sem geta fylgt alvarlegum veikindum barnsins. Hún verndar barnið líka fyrir tekjutapi sem það gæti orðið fyrir í framtíðinni af völdum slyss eða alvarlegra sjúkdóma.
Meðgöngutrygging bætir ýmsa ólíka þætti og eru bæturnar fyrir þá misháar.
Þau meðgöngu- og fæðingartengd vandamál sem eru tryggð með Meðgöngutryggingu eru:
Í Meðgöngutryggingu er barnið tryggt fyrir eftirtöldu meðfæddu sjúkdómum sem sýna einkenni á fyrsta ári í lífi þess:
Sjúkdómatrygging okkar gildir að sjálfsögðu á meðan á meðgöngunni stendur. Hún tryggir þig fyrir fjölmörgum alvarlegum sjúkdómum en nær hins vegar ekki yfir það sem getur komið upp á meðgöngu og við fæðingu.
Sjúkdómatryggingin þín veitir barninu þínu einnig ákveðna vernd frá þriggja mánaða aldri og tryggir það fyrir sömu alvarlegu sjúkdómum og þig. Með Meðgöngutryggingu er barnið hins vegar tryggt fyrir ýmsum meðfæddum sjúkdómum (sjá nánar í svari hér fyrir ofan) sem greinast fyrir eins árs aldur.
Þess vegna mælum við með að þú kaupir Meðgöngutryggingu ef þú átt von á barni. Við mælum einnig með að þú kaupir Barnatryggingu með Meðgöngutryggingunni, sem tekur þá gildi þegar barnið er eins mánaðar gamalt.
Sjá nánar um Sjúkdómatryggingu