Flest slys á börnum verða í heimahúsum. Því er mikilvægt að huga að forvörnum á heimilinu.
Miðstöð slysavarna barna og Sjóvá hafa tekið saman gátlista til að stuðla að öryggi barna á aldrinum 0-5 ára á heimilinu.
Miðstöð slysavarna barna býður upp á ókeypis námskeið fyrir verðandi foreldra um slysavarnir barna og öryggi í bílum. Námskeiðið kallast „Vertu skrefi á undan“. Herdís L. Storgaard, hjúkrunarfræðingur og forstöðumaður miðstöðvarinnar er leiðbeinandi á námskeiðunum.
Á vef Miðstöðvar slysavarna barna er að finna mikið af gagnlegum upplýsingum um slysavarnir barna allt frá 0 til 17 ára.
Sjóvá hefur um áratuga skeið styrkt starfsemi Miðstöðvar slysavarna barna.