Það getur verið dýrt ef sumarhúsið verður fyrir tjóni. Þar leynast of mikil verðmæti og eins geta tjón orðið stór þegar langur tími líður til dæmis á milli heimsókna.
Með sumarhúsatryggingu tryggir þú sumarhúsið fyrir helstu tjónum sem geta orðið á húsinu sjálfu og innbúi þess.
Sumarhúsatrygging er samsett úr níu tryggingum og bætir hún helstu tjón sem verða á sumarhúsi og innbúi þess. Tryggingin er tekin til viðbótar við brunatryggingu húseigna sem skylt er að kaupa samkvæmt lögum.
Hvað er tryggt? | Hvað er ekki tryggt? |
---|---|
Brunatrygging bætir tjón á innbúi vegna: | Brunatrygging bætir ekki: |
|
|
Innbrotstrygging greiðir bætur vegna: | Innbrotstrygging bætir ekki: |
|
|
Brot- og hrunstrygging greiðir bætur vegna: | Brot- og hrunstrygging bætir ekki: |
|
|
Vatnstjónstrygging bætir tjón á vegna: | Vatnstjónstrygging bætir ekki: |
|
|
Skýfalls- og asahlákutrygging bætir tjón vegna: | Skýfalls- og asahlákutrygging bætir ekki: |
|
|
Fok- og óveðurstrygging greiðir bætur vegna: | Fok- og óveðurstrygging bætir ekki: |
|
|
Frostsprungutrygging greiðir bætur vegna: | Frostsprungutrygging bætir ekki: |
|
|
Glertrygging greiðir bætur vegna: | Glertrygging bætir ekki: |
|
|
Ábyrgðartrygging húseigna greiðir bætur vegna: | Ábyrgðartrygging húseigenda bætir ekki: |
|
|
Tryggingin greiðir ekki tjón af völdum náttúruhamfara eða sem orsakast af stríði, hryðjuverkum, mengun eða sambærilegum atburðum.
Tryggingin gildir á Íslandi.
Þú þarft að tilkynna tjón eins fljótt og kostur er og ekki síðar en innan árs frá tjónsdegi.
Þú þarft að sjá til þess að allar upplýsingar á vátryggingarskírteininu séu réttar.
Þú þarft að tilkynna okkur um breytingar á heimilisfangi, símanúmeri og netfangi.
Þér er skylt að fara eftir varúðarreglum í skilmálum, t.d. að lokað sé fyrir vatnsaðstreymi í óupphituðu húsi og að lagnir og viðtengd tæki séu tæmd þegar hætta er á frosti.
Iðgjaldið á að greiða á gjalddaga. Við útgáfu eða endurnýjun tryggingarinnar stofnast rafræn krafa í netbanka. Þú getur dreift greiðslum með:
Boðgreiðslu, þar sem iðgjaldið er skuldfært mánaðarlega af kredit- eða debetkorti.
Beingreiðslu, þar sem skuldfært er mánaðarlega af bankareikningi.
Fyrirtækjadreifingu, þar sem hægt er að greiða iðgjöld með mánaðarlegum greiðslum.
Tryggingin tekur gildi frá samþykkt tilboðs og endurnýjast árlega þar til henni er sagt upp.
Einstaklingar og fyrirtæki með færri en fimm stöðugildi geta sagt tryggingum upp hvenær sem er og falla þær þá niður í lok þarnæsta mánaðar frá því uppsögnin berst. Önnur fyrirtæki geta sagt tryggingum upp með mánaðarfyrirvara fyrir lok tryggingatímabilsins.
Uppsögn þarf að vera skrifleg, t.d. með rafrænni undirskrift.