Tryggingar fyrir ferðalagið

Ferða­trygging

Ef þú ert að fara í ferðalag í langan tíma eða ætlar að klífa há fjöll, fara í fallhlífarstökk eða annað sem felur í sér sérstaka áhættu á ferðalagi erlendis, þá mælum við með að þú kaupir sérstaka ferðatryggingu. Tryggingin er þá sniðin að ferðalaginu þínu og gildir á meðan það stendur yfir.

Ef þú ert að fara í styttra fjölskyldufrí ættirðu hins vegar að vera með góðar ferðatryggingar í gegnum Ferðavernd í Fjölskylduvernd okkar eða í gegnum kortatryggingar þínar.

Ferðatrygging er samsett trygging fyrir fólk á ferðalagi. Hún samanstendur af ferðaslysatryggingu, ferðasjúkra- og ferðarofstryggingu auk farangurstryggingar. Flestir þættir ferðatryggingar eru valkvæðir og þú getur sett trygginguna saman eins og þér hentar.

Evrópska sjúkratryggingarkortið

Tilkynna tjón