
Við leggjum áherslu á að veita rétta ráðgjöf og góðan aðgang að persónulegri þjónustu um allt land.
Það hefur skilað Sjóvá efsta sæti tryggingafélaga í Íslensku ánægjuvoginni síðastliðin átta ár í röð.
„Frábær þjónusta í gegnum árin. Gott upplýsingaflæði og persónuleg þjónusta.“

Við höfum tryggt íslensk fyrirtæki í yfir 100 ár. Við veitum fyrirtækjum ráðgjöf með tryggingar og stöndum með viðskiptavinum okkar þegar mest á reynir. Þú getur nýtt stafrænan ráðgjafa til að segja okkur frá þínum rekstri og fengið tilboð í kjölfarið, byggt á þínum þörfum.

Bensínlaus? Sprungið dekk? Getur þú ekki startað bílnum? Viðskiptavinir okkar í Stofni geta nýtt sér Vegaaðstoð Sjóvá endurgjaldslaust. Í þeim tilvikum sem ekki er hægt að veita aðstoð minnum við viðskiptavini í Stofni á að þeir fá 15% afslátt af þjónustu Vöku við að færa bíl á næsta verkstæði.
Við erum hér til að hjálpa þér að fá skýr svör við þínum spurningum, hvort sem þær snúa að tryggingum, tjónum, skilmálum eða þjónustu.
Við leggjum mikla áherslu á að veita rétta ráðgjöf og góðan aðgang að persónulegri þjónustu um allt land.
Sjóvá tekur eingöngu á móti reikningum með rafrænum hætti sem XML skeyti í gegnum skeytamiðlara.
Það skiptir máli að bregðast rétt við þegar óhöpp verða. Á vefnum okkar er einfalt og öruggt að tilkynna hvers kyns tjón.
Sjóvá hefur á að skipa á annan tug útibúa og þjónustuskrifstofa víðs vegar um landið, auk höfuðstöðvanna í Reykjavík.