Sjóvá efst í Íslensku ánægjuvoginni níunda árið í röð

Í gær kynntu Prósent og Stjórnvísi niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar fyrir árið 2025. Sjóvá var efst tryggingafélaga, með 72,9 stig og marktækt hæstu einkunnina á tryggingamarkaði. Sjóvá hlýtur því gullmerki Ánægjuvogarinnar.

Þetta er níunda árið í röð sem Sjóvá er efst en aldrei hefur tryggingafélag verið efst í Ánægjuvoginni svo mörgum sinnum í röð. Jafnframt er þetta hæsta einkunn tryggingafélags frá upphafi mælingarinnar.

Tilkynna tjón