Við leggjum mikla áherslu á að starfa í sátt við samfélag og umhverfi, svo sem með öflugu forvarnastarfi og umhverfisvænum áherslum í tjónaþjónustu. 

Mikilvægustu sjálfbærniþættir okkar

Upplýsingagjöf

Við leggjum áherslu á gagnsæi í allri upplýsingagjöf um sjálfbærni, í takt við gildandi lög og reglugerðir hverju sinni.

Hægt er að lesa um sjálfbærnitengd verkefni, áherslur okkar og árangur í sjálfbærnimálum í Árs- sjálfbærniskýrslu og í ófjárhagslegum upplýsingum í Ársreikningi.

Skoða Árs- og sjálfbærniskýrslu 2024

Skoða Ársreikning 2024


Reitun birti UFS sjálfbærnimat fyrir Sjóvá í júní 2025, þar sem félagið hlaut einkunnina B1 og 80 stig af 100 mögulegum, sem telst góður árangur. Stigafjöldinn er sá sami og í fyrra, þrátt fyrir að kröfur matsins hafi aukist milli ára. Til samanburðar er meðaltal þeirra íslensku félaga sem Reitun hefur metið nú 73 stig af 100 mögulegum.

Sjá samantekt á niðurstöðum sjálfbærnimats

Stefnur tengdar sjálfbærni