Holu­fyllingar og fram­tíðar­sýn

Ástand vega er með verra móti nú eftir slæma veðratíð fyrstu mánuði ársins. Holskefla tilkynninga hefur borist Vegagerðinni vegna skemmda á bílum sem rekja má til ástands vega og Vegagerðin hefur varla haft undan við að fylla í holur. Bráðabirgðaviðgerðir verða að duga þar til hlýnar en þá þarf að framkvæma varanlegri viðgerðir á vegum landsins. Skýr framtíðarsýn á uppbyggingu innviða í landinu er því mikilvæg.

Hrefna Sigurjónsdóttir
Hrefna
Sigurjónsdóttir