Við endurnýjun trygginga eru tryggingafjárhæðir, eigin áhættur og iðgjöld endurskoðuð með tilliti til vísitölubreytinga. Þetta er gert til að fjárhæðirnar endurspegli sem best hverju sinni hvað það myndi kosta að bæta tjón.
Hægt er að sjá á tryggingaskírteininu á Mitt Sjóvá hvaða grunnur vísitölu er notaður til viðmiðunar við endurnýjunina.
Alltaf er valin sú vísitala sem endurspeglar best verðbreytingar á því sem verið er að greiða úr viðkomandi tryggingu. Í sumum tilfellum er ákveðið í lögum hvaða vísitölu á á nota, eins og í lögboðnum starfsábyrgðartryggingum og eins í kjarasamningum, eins og í slysatryggingu launþega.
Það er Hagstofa Íslands sem gefur út vísitölu neysluverðs, vísitölu neysluverðs án húsnæðis og byggingarvísitölu.Þær vísitölur sem tengjast ökutækjatryggingum eru reiknaðar út af Talnakönnun.