Slysatrygging sem lagar sig að þörfum þíns fyrirtækis

Slysa­trygging laun­þega

Þeir sem hafa fólk í vinnu eru, samkvæmt kjarasamningum, skyldugir að slysatryggja starfsmenn sína. Þess vegna bjóðum við slysatryggingu launþega.

Kosturinn við hana er sá að hún lagar sig að ákvæðum mismunandi kjarasamninga þannig að fyrirtæki í ólíkri starfsemi geta keypt þá útgáfu af henni sem þeim ber.

Slysatrygging launþega greiðir bætur á grundvelli kjarasamninga vegna slysa sem launþegi verður fyrir við störf og á leið milli heimilis og vinnustaðar. Sumir kjarasamningar kveða á um að tryggingin gildi líka í frítíma. 

Tilkynna tjón