Véla- og tækjatrygging bætir tjón sem verður á vélum og tækjum vegna bruna eða bilunar. Hægt er að bæta við vernd sem tryggir búnaðinn fyrir vatnstjóni, foktjóni og þjófnaði eða skemmdum við innbrot.
Véla- og tækjatrygging er samsett trygging fyrir véla- og tækjabúnað sem tekur m.a. til bilunar.
Hvað er tryggt? | Hvað er ekki tryggt? |
---|---|
Bilanatrygging greiðir bætur vegna: | Bilanatrygging bætir ekki: |
Tjóna sem verða vegna bilunar eða mistaka við notkun. | Tjón sem verður við flutning hins vátryggða. |
Brunatrygging greiðir bætur vegna: | Brunatrygging bætir ekki: |
Tjóna af völdum bruna, eldingar eða sprengingar. | Tjón sem verður ef hlutur sviðnar, ofhitnar eða bráðnar. |
Vatnstjóns- og foktrygging greiðir bætur vegna: | Vatnstjóns- og foktrygging bætir ekki: |
Tjóna sem verður af völdum vatns sem streymir skyndilega úr vatns, hita- og skolplögnum. | Tjón af völdum langvarandi raka, leka eða vegna smits og/eða myglu og sveppagróðri. |
Foktjóns af völdum ofsaveðurs ef vindhraði nær 28,5 m/sek samkvæmt mælingu Veðurstofu Íslands. | Tjón af völdum úrkomu sem berst inn um þak eða vegg, nema af völdum bótaskylds foktjóns. |
Innbrotstrygging greiðir bætur vegna: | Innbrotstrygging bætir ekki: |
Tjón sem verða á hinu vátryggða af völdum innbrota. | Tjón vegna ráns sem framið er með hlutdeild starfsmanns vátryggðs. |
Tryggingin tekur ekki til véla og tækja sem geymd eru utanhúss, í opnum skemmum eða skýlum, húsum í smíðum eða geymslum sem klæddar eru pappa, plastdúk og þess háttar.
Tryggingin gildir á þeim stað sem tilgreindur er í vátryggingarskírteini.
Þú þarft að tilkynna tjón eins fljótt og kostur er og ekki síðar en innan árs frá tjónsdegi.
Þú þarft að sjá til þess að allar upplýsingar á vátryggingarskírteininu séu réttar.
Þú þarft að tilkynna okkur um breytingar á heimilisfangi, símanúmeri og netfangi.
Þér er skylt að fara eftir varúðarreglum í skilmálum, t.d. að lokað sé fyrir vatnsaðstreymi í óupphituðu húsi og að lagnir og viðtengd tæki séu tæmd þegar hætta er á frosti.
Iðgjaldið á að greiða á gjalddaga. Við útgáfu eða endurnýjun tryggingarinnar stofnast rafræn krafa í netbanka. Þú getur dreift greiðslum með:
Boðgreiðslu, þar sem iðgjaldið er skuldfært mánaðarlega af kredit- eða debetkorti.
Beingreiðslu, þar sem skuldfært er mánaðarlega af bankareikningi.
Fyrirtækjadreifingu, þar sem hægt er að greiða iðgjöld með mánaðarlegum
Tryggingin tekur gildi frá samþykkt tilboðs og endurnýjast árlega þar til henni er sagt upp.
Einstaklingar og fyrirtæki með færri en fimm stöðugildi geta sagt tryggingum upp hvenær sem er og falla þær þá niður í lok þarnæsta mánaðar frá því uppsögnin berst. Önnur fyrirtæki geta sagt tryggingum upp með mánaðarfyrirvara fyrir lok tryggingatímabilsins.
Uppsögn þarf að vera skrifleg, t.d. með rafrænni undirskrift.