Mikilvægt er að eigendur loftfara hugi vel að tryggingum með tilliti til þeirra laga og reglugerða sem gilda um rekstur þeirra.
Við erum umboðsaðilar fyrir HDI og getum aðstoðað þig við að fá tilboð í tryggingar á flugvélum. Flugtryggingin sem HDI býður í gegnum okkur er fyrst og fremst hugsuð fyrir einstaklinga sem eiga litlar flugvélar, eins til tveggja manna. Áhættumat og iðgjaldasetning fer fram hjá HDI í Svíþjóð.
Flugvátrygging er samsett trygging sem innifelur ábyrgðartryggingu, sem byggir á lögum um skylduvátryggingar loftfara nr. 70/2006, og tvær valkvæðar tryggingar; slysatryggingu flugmanns og húftryggingu loftfars. Vátryggjandi flugvátryggingarinnar er HDI Global Specialty SE í Svíþjóð.
Hvað er tryggt? | Hvað er ekki tryggt? |
---|---|
Ábyrgðartrygging greiðir bætur vegna: | Ábyrgðartrygging greiðir ekki bætur vegna: |
Bótaábyrgðar sem kann að falla á tryggingartaka vegna tjóns á mönnum eða munum utan loftfarsins. | Ábyrgðar vegna tjóns á munum í eigu hins tryggða eða munum sem hann hefur að láni eða leigu. |
Bótaábyrgðar sem falla kann á tryggingartaka vegna tjóns á farþegum, farangri eða varningi í loftflutningi. | Bótaábyrgðar á seinkun farþega eða farangurs. |
Slysatrygging flugmanns og farþega (valkvæð trygging) greiðir dánar- og örorkubætur vegna slysa: | Slysatrygging flugmanns greiðir ekki bætur vegna slysa flugmanns: |
Um borð í tryggðu loftfari svo og við för í loftfar og úr því. | Í handalögmálum eða við þátttöku í refsiverðum verknaði. |
Húftrygging loftfars (valkvæð trigging) greiðir bætur vegna: | Húftrygging loftfars greiðir ekki bætur vegna: |
Tjóns á loftfarinu af völdum skyndilegs, utanaðkomandi atviks. | Tjóns á hjólbörðum og slöngum sem stafar eingöngu af sprengingu eða af því að gat kemur á hjólbarða. |
Þjófnaðar á loftfarinu eða hluta þess. | Þjófnaðar á hlutum og tækjum úr ólæstum flugstjórnarklefa, farþegarými eða farangursgeymslu, svo og á hlutum sem unnt er að fjarlægja úr loftfarinu án þess að beitt sé afli eða verkfærum. |
Húftrygging tekur ekki til tjóna sem tilkynnt eru síðar en þremur mánuðum eftir að tryggingunni lýkur.
Tryggingin gildir á því landssvæði sem tilgreint er í skilmálum hennar.
Þú þarft að tilkynna tjón eins fljótt og kostur er og ekki síðar en innan árs frá tjónsdegi.
Þú þarft að sjá til þess að allar upplýsingar á vátryggingarskírteininu séu réttar.
Þú þarft að tilkynna okkur um breytingar á heimilisfangi, símanúmeri og netfangi.
Þér er skylt að fara eftir varúðarreglum í skilmálum.
Iðgjaldið á að greiða á gjalddaga. Við útgáfu eða endurnýjun tryggingarinnar stofnast rafræn krafa í netbanka. Þú getur dreift greiðslum með:
Boðgreiðslu, þar sem iðgjaldið er skuldfært mánaðarlega af kredit- eða debetkorti.
Beingreiðslu, þar sem skuldfært er mánaðarlega af bankareikningi.
Fyrirtækjadreifingu, þar sem hægt er að greiða iðgjöld með mánaðarlegum greiðslum.
Tryggingin tekur gildi frá samþykkt tilboðs og endurnýjast árlega þar til henni er sagt upp.
Einstaklingar og fyrirtæki með færri en fimm stöðugildi geta sagt tryggingum upp hvenær sem er og falla þær þá niður í lok þarnæsta mánaðar frá því uppsögnin berst. Önnur fyrirtæki geta sagt tryggingum upp með mánaðarfyrirvara fyrir lok tryggingatímabilsins.
Uppsögn þarf að vera skrifleg, t.d. með rafrænni undirskrift.