Trygging gegn tjóni í störfum byggingarstjóra

Starfs­ábyrgðar­trygging byggingar­stjóra

Byggingarstjórar þurfa starfsábyrgðartryggingu sem bætir tjón sem þeir kunna að valda í starfi sínu.

Tryggingin byggir á atvikareglu, sem þýðir að tjónsatburður þarf að hafa átt sér stað á tryggingatímabilinu, en ekki skiptir máli hvort tryggingin sé enn í gildi þegar bótakrafan er gerð.

Starfsábyrgðartrygging byggingarstjóra bætir fjártjón viðskiptavina eða annars þriðja aðila, sem byggingarstjóri ber skaðabótaábyrgð á vegna mistaka við veitingu sérfræðiþjónustu. Samkvæmt mannvirkjalögum nr. 160/2010 er byggingastjórum skylt að hafa starfsábyrgðartryggingu og er hún skilyrði fyrir starfsleyfi þeirra.

Tilkynna tjón