Leikhópurinn Lotta

Viðskiptavinir okkar í Stofni fá 2 fyrir 1 af hverjum keyptum miða á sumarsýningu leikhópsins Lottu, hvar sem er á landinu. Miðaverð á sýninguna er 3.900 kr., frítt er fyrir 2ja ára og yngri. Það eina sem þú þarft að gera er að virkja þetta tilboð á Mitt Sjóvá.

Um leikhópinn Lottu

Sumarsýning Leikhópsins Lottu árið 2025 er Hrói Höttur.

Leikhópurinn Lotta hefur verið starfandi um árabil og er fyrir löngu orðinn þekktur fyrir skemmtilegar sýningar þar sem hinar og þessar ævintýrapersónur koma við sögu. Hrói Höttur er frumsaminn söngleikur sem Leikhópurinn Lotta setti fyrst upp fyrir 11 árum en síðan þá hefur Lotta margoft verið beðin um að sýna þetta vinsæla verk aftur. Að venju er fjörið í fyrirrúmi en ásamt Hróa Hetti fléttast sagan um Þyrnirós við söguþráðinn svo úr verður bráðfyndinn fjölskyldusöngleikur, stútfullur af húmor og fallegum boðskap.

Hrói Höttur er sýning sem er hugsuð fyrir alla aldurshópa og eiga þar fullorðnir jafnt sem börn að geta skemmt sér saman. Sýningartíminn er klukkustund og þar sem sýningarnar eru utandyra mælum við með að þið grípið með ykkur teppi til að sitja á, klæðið ykkur eftir veðri og hafið með ykkur nesti.

Viðskiptavinir okkar í Stofni fá 2 fyrir 1 af hverjum keyptum miða á sumarsýningu leikhópsins Lottu, hvar sem er á landinu. Þú virkjar tilboðið inni á Mitt Sjóvá.

Miða er hægt að kaupa í miðasölunni á staðnum þar sem sýning fer fram hverju sinni eða fyrirfram á tix.is.

Miðaverð á sýninguna er 3.900 kr., frítt er fyrir 2ja ára og yngri.

Þú finnur ferðaáætlun hópsins fyrir sumarið á leikhopurinnlotta.is og á Facebook-síðu leikhópsins.