Brúar bilið þar til þú kemst inn í almannatryggingakerfið

Sjúkra­kostnaðar­trygging innan­lands

Þau sem flytja til Íslands þurfa að hafa lögheimili hér á landi í sex mánuði áður en þau falla undir almannatryggingar. Þetta á bæði við um útlendinga sem hingað koma og Íslendinga sem hafa flutt lögheimili sitt til annars lands og eru að snúa aftur.

Ef þú ert í þessum sporum mælum við með að þú kaupir sjúkrakostnaðartryggingu sem auðveldar þér að brúa þetta bil. Sjúkrakostnaðartrygging innanlands gildir í sex mánuði og veitir sambærilega vernd og sjúkratryggingar.

Umsækjendur með rafræn skilríki eða aðgang að íslenskum netbanka

Umsækjendur sem eru hvorki með rafræn skilríki né íslenskan bankareikning

Þú getur keypt Sjúkrakostnaðartryggingu fyrir þig eða barnið þitt. Athugaðu að þú getur aðeins keypt tryggingu fyrir einn einstakling í einu.

Skannað afrit af vegabréfi þess sem sótt er um fyrir þarf að fylgja með umsókninni.

Spurt og svarað

Upplýsingar um trygginguna