Stuðningur við samfélagið

Styrkir

Sjóvá tekur virkan þátt í samfélaginu og leggur sitt af mörkum til verkefna sem hafa jákvæð og varanleg áhrif. Áhersla er lögð á verkefni sem tengjast forvörnum, heilsu og hreyfingu, sem og þátttöku almennings í samfélagsverkefnum.

Tekið er við umsóknum allt árið, en úthlutanir fara fram þrisvar sinnum á ári. Umsóknarfrestir eru til 31. mars, 31. ágúst og 30. nóvember.

Einnig er hægt að senda okkur almenna umsókn um styrk á formi styrktarlínu eða birtingar myndmerkis (lógó).

Vinsamlegast kynnið ykkur úthlutunarreglur sjóðsins sem nálgast má hér að neðan, áður en umsókn er send inn.

Samfélagsstyrkir

Úthlutunarreglur

Úthlutað er að hámarki 12 milljónum króna árlega, sem fer fram í þremur úthlutunum. Einstakir styrkir eru að jafnaði á bilinu 100.000 til 500.000 krónur, og fara aldrei yfir eina milljón króna.

Styrkveitingar miða að því að styðja verkefni sem hafa breiða samfélagslega skírskotun, með sérstakri áherslu á verkefni sem hafa jákvæð áhrif í nærsamfélagi Sjóvár.

Styrkir eru veittir einstaklingum, hópum, sjálfseignarstofnunum og frjálsum félagasamtökum sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni. Stuðningurinn er veittur til afmarkaðra verkefna og viðburða, en nær ekki til rekstrarkostnaðar.

Hver eru verkefnin sem henta fyrir styrk?

Áhersla er lögð á verkefni sem tengjast:

  • forvörnum og æskulýðsstarfi
  • heilsu og hreyfingu
  • listum, menningu og menntun
  • sjálfbærni og samfélagsábyrgð


Hvað fellur almennt utan styrkramma?

Ekki er veittur stuðningur í tengslum við:

  • námsstyrki
  • ferðir erlendis
  • almenna útgáfu, s.s. bóka, hljómplatna eða kvikmynda
  • rannsóknir- og vísindaverkefni

Almenn styrkumsókn fyrir styrktarlínur og myndmerki (lógó)

Hér er hægt að senda inn beiðni um aðkomu að styrktarlínum eða birtingu myndmerkis.

Allar slíkar beiðnir þurfa að berast í gegnum umsóknarform. Ekki er tekið við beiðnum í gegnum síma eða tölvupóst.