Sjóvá fær einkunnina B1 og 80 stig af 100 mögulegum í sjálfbærnimati Reitunar

Reitun hefur gefið út UFS sjálfbærnimat á Sjóvá sem fékk einkunnina B1 og 80 stig af 100 mögulegum sem telst góður árangur. Félagið fær sama stigafjölda og í fyrra en kröfur í matinu eru að aukast ár frá ári. Meðaltal íslenska markaðarins stendur nú í 73 stigum af 100 mögulegum hjá þeim félögum sem Reitun hefur metið.

Sjóvá er fyrir ofan meðaltal í umhverfis- og félagsþáttum, en í stjórnarháttum er félagið jafnt meðaltali í samanburði við aðra innlenda útgefendur sem hafa verið metnir af Reitun. Samantekt matsins og nánari upplýsingar má nálgast hér.

Mat Reitunar gerir grein fyrir hvernig fyrirtæki standa frammi fyrir áhættum sem snúa að umhverfis- og félagsþáttum og stjórnarháttum. UFS (e. ESG) mat er framkvæmt fyrir hönd fjárfesta á útgefendum verðbréfa sem nýta matið til að veita félögum í eignasöfnum sínum aðhald og ýta undir framþróun á þessum sviðum.