Sjóvá opnar útibú í Ólafsvík

Í byrjun september opnar Sjóvá útibú í Ólafsvík og þá lokar útibúið okkar í Stykkishólmi. Jón Haukur Hilmarsson mun standa vaktina og veita íbúum og fyrirtækjaeigendum Ólafsvíkur og nærliggjandi svæða þjónustu varðandi þeirra tryggingar.

Útibúið verður staðsett við Ólafsbraut 19 og verður opið alla virka daga frá kl. 8:30-12:30.  

Sjóvá hefur alltaf lagt sig fram við að veita framúrskarandi og aðgengilega þjónustu á landsbyggðinni. Við höfum áður haft þjónustu í Ólafsvík og gleður okkur mjög að koma aftur.

Verið hjartanlega velkomin.