Sjóvá hlaut viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar 2025 sem afhent var þann 10. október síðastliðinn. Jafnvægisvogin er hreyfiaflsverkefni Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) sem hefur það að markmiði að auka jafnvægi kynja í efsta lagi stjórnunar, fyrirtækja, stofnana og sveitarfélaga á Íslandi.
Í ár hlutu 90 fyrirtæki, 22 opinberir aðilar og 16 sveitarfélög viðurkenninguna.
Viðurkenningar Jafnvægisvogarinnar hafa verið veittar frá árinu 2019 og hefur Sjóvá verið í hópi viðurkenningarhafa öll árin.
Sjóvá er að auki stoltur samstarfsaðili að Jafnvægisvog FKA, ásamt Creditinfo, Deloitte, dómsmálaráðuneyti, Pipar/TBWA, RÚV og Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi.