Sjóvá gullhafi í Íslensku ánægjuvoginni 2024

Í síðustu viku kynntu Prósent og Stjórnvísi niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar fyrir árið 2024. Sjóvá var efst tryggingafélaga, með 69,1 stig og marktækt hæstu einkunnina á tryggingamarkaði og hlýtur því gullmerki Ánægjuvogarinnar.