Sjóvá er Fyrirtæki ársins 2025

Sjóvá er Fyrirtæki ársins 2025 samkvæmt niðurstöðum könnunar VR. Sjóvá er eitt fjögurra fyrirtækja sem hlýtur þessa viðurkenningu í flokki stórra fyrirtækja. Viðurkenningin var veitt við hátíðlega athöfn í Hörpu miðvikudaginn 15. maí, þar sem Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, og Halla Gunnarsdóttir, formaður VR, afhentu verðlaunin.